Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 28

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 28
24 hún átti bágt. Hann skimaði því um kríng utangarðs, en gat ekki fundið kett- línginn og aungva holu sá hann heldur, sem kettlíngurinn hefði getað komist út um. En þegar hann var að skima gegnum rifurnar, sá hann að kisa var aptur komin á sama staðinn á hlaðinu, því hún hafði hlaupið í burtu að vanda, þegar hún sá Jón koma. Hann gekk þá til kisu og talað vingjarnlega til hennar en hún vildi ekkert eiga undir Jóni og þaut burt. J*egar hann gætti að, sá hann að kisa hafði staðið á hlemmi, sem lagður hafði verið yfir gamlan brunn og laungu var hætt að sækja vatn í. Honum kom nú til hugar að kettlíngurinn mundi kannske hafa farið þar niður um holu. Mold og sandur var á hlemmnum og sumstaðar gróinn arfi á og aunga holu að sjá; loks fann hann ofurlitla glufu undir rönd hlemmsins á einum stað og þótti þá ekki óhugsandi að kettlíngurinn hefði getað smogið þar inn. Jón vildi fyrir hvern mun hjálpa kisu og reyndi til að lyfta hlemmnum, en gat ekki þokað honum. Honum þótti sárt ef kettlíngurinn skyldi vera lifandi og svelta þar til dauða, fór hann því inn í bæ og fjekk sjer tvær vinnukonur og dóttur bónda, fóru þau svo öll að bisa við hlemminn. 5>egar kisa sá hvað þau höfðust að, kom hún til þeirra og settist þar hjá þeim og fór að mala. Eptir lánga mæðu tókst þeim að reisa hlemminn upp með vogum. J>au sáu þá kettlínginn niðri í brunninum og kölluðu, en ekkert hreyfðist. Kisa kom lika og mjálmaði, hún þekkti strax kettlíng sinn og ætlaði þegar að steypa sjer niður, en ein stúlkan tók hana og hjelt henni. Jón hljóp þá eptir reipum og seig svo niður í brunninn, þótt það væri mesta hættuspil, því brunnurinn var þrjár mannhæðir á dýpt, vatn, steinar og mold á botninum, og steinar víða hrap- aðir úr börmunum og öll hleðslan laus, svo hún gat komið ofan yfir hann þegar minst varði. þ>egar kisa sa að Jón fór niður, spektist hún og beið þar malandi á barminum. Hann tók kettlínginn og komst upp með hann heill á hófi. Ekki sást að kettlínginn sakaði neitt, því hann hafði auðsjáanlega komið niður í vatn; en svo dasaður var hann af öllu þessu, að hann heingdi höfuðið og gat ekki staðið. J>au heltu ofan í hann volgri mjólk og lögðu hann í ull og feingu hann svo kisu til umönnunar. Hún sleikti hann hátt og lágt og fór ekki frá honum daginn og nóttina. J>egar menn vöknuðu næsta morgunn, var kettlíngurinn að brölta um gólfið í baðstofunni, en kisa farin út til veiða. Hún kom þó litlu síðar inn með dauða mús handa honum í morgunverð, og hafði hann þá feingið góða lyst. J>egar hann var búinn að jeta, fór kisa af stað í annað sinn, og kom von bráðar aptur með aðra mús, en í stað þess að fara til kettlíngsins, hljóp hún rakleiðis upp í rúm til Jóns og lagði þar niður músina hjá kodda hans. Jóni varð dálítið bilt við, en kisa stóð þar svo vingjarnleg, með rófuna upp í loptið, að eingum sem sáu, gat blandast hugur um, að þetta voru laun hennar til Jóns fyrir brunnferðina. Hann fleygði nú músinni á gólfið, en kisa greip hana óðara og bar aptur upp í rúmið. Jón lét hana þá liggja þar og strauk kisu vingjarnlega; en loks varð hann að fleygja músinni burt, því ekki fjekst af kisu að jeta hana. En upp frá þessu voru þau Jón og kisa jafnan mestu mátar. Frá þessari sögu hefur sagt húsbóndi Jóns, skilvís maður, sem enn er á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.