Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 34

Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 34
30 Módurædurin. (Eptir Sigurð Breiðfjörð), Tjörninni situr æðurin á, átta smábörn hún hefur að vakta; vötnin þau ekki augum blakta, því logn er yfir Iönd og sjá; Úngarnir dansa og leika um lá, látæðis brúka marga takta. en alvarleg móðir agar þá ei sig að væta fiður nakta. Vorsólin skín í heiði há, hellir geislum á jörðu niður, gullmálar fossa, fljót og iður, en steypir á sjóinn silfurbrá; lifandi var alt lopt að sjá, lifandi heyrðist saungva kliður; himneskri dýrð — æ hverju má heilögu vori líkja viður. Jeg kom á skinnaskipi þar! með Grænlendíngum fluttist fjórum, i fuglaeggja leit því vórum, á eyjuna þá, hvar æðurin var. Uppvægir líkt og illvirkjar æstum vjer fram með hlaupum stórum, gjörræntum sjerhvert hreiður hvar — hjer er það síður — yfir fórum. Nú bar oss fram að tjáðri tjörn; æðurin sem að sína fjanda sá til illvirkja búna standa vildi fegin sin verja börn; tjörnin var grunn og tæpt um vörn, til allra mátti vaða Ianda, vjer komum allir veg sinn hvörn veslíngs úngunum til að granda, Móðurelskan svo innilig gleymt hefur vængja flugi friða fyrir úngana vill hún striða og fyrr en þá láta fánga sig; hún ærðist um vatnið allan veg ótal steina vjer ljetum ríða; fyrst náði tveimur úngum eg, upp að landi þeir vildu skríða. Hjer við æðurin hikar þá, um hina vafði vængi sína vill láta steinaköst sig pína til dauða heldur en flýja frá; upp til himins hún augum brá eins og hjálp þaðan vildi brýna; hnykti mjer við, nær svoddan sá, og synda ljet frá mjer únga mina. Manneskja, hvaðan hefur þú helvíska grimd í hjartað sogið, svo heitasti móðurelsku logi getur þjer ekki aptrað nú? Hræðstu þig sjálf, og hjeðan snú frá heilögum æðar-friðarvogi: mig hafði allar hugsun sú hjartans í gegn um taugar smogið. jþjer fuglar, ormar, og þú mann, eins skapara við erum myndir, hann einn er drottinn, við kvikindi, sem einhuga mænum upp á þann. Vermir i sinni hendi hann hnettina, og vökvar þurra strindi, eins hverju strái hjúkrun fann sem hrakið þjáist fyrir vindi. Blóðug græðgin svo leingi ljet Grænlendíngana grjóti fleygja góða æðurin varð að deyja, þ^vi aldrei vildi hún flýja fet, Úngana þjáði þvitahret — því vil jeg leingur frá því segja? Ónei, jeg þagði þá og grjet og þaðan fýsti leiðir sveigja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.