Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 42

Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 42
38 hressa sig. Um blindni þeirra sagði hann mjer það, að flestir hestar sem væru niðri í námunum nokkra stund mistu þar sjónina, en orsakir til þess ljest hann ekki vita. Hann gat þess þó helst til, að það stafaði af illu lopti og ef til vill af óhollri birtu. Mjer þótti þetta ekki ósennilegt í fyrstu, en við ítarlegri um- hugsun fanst mjer það þó nokkuð tortryggilegt. Jeg ásetti mér nú að rannsaka sjálfur orsakirnar og bað hann leyfis að fara niður í námuna næsta morgun, þegar verkmönnunum væri hleypt niður. En hann sagði aungum manni þángað leyft nema í nauðsynja erindum og eptir boði eiganda. Jeg komst þó seinna að því hvar einn af verkamönnum átti heima, góður dreingur og greiðvikinn, sagði hann mjer margt í frjettum þar neðan úr jörðinni, og kom því svo fyrir einn dag, að mjer var hleypt niður í námuna í klæðum annars verkmanns sem í vitorði var með okkur. J>egar niður dróg í jörðina var loptið þúngt og hráslagalegt og lagðist fyrir brjóstið, svo mjer varð hálfvegis óhægt um andardráttinn og komu ónot í mig allan. J>egar niður kom, sá jeg tyrst ekki neitt, því mjer var dimt fyrir augum, en þegar greiddist úr glýjunni, lukust upp fyrir mjer lángar hvelfingar með súlum og gaungum þvert og endilángt, alt kvikt af vögnum, hestum og mönnum. Alt var þetta þó í óljósu hálfrökkri, þar sem ekki var kolsvart myrkur. Allir unnu þar silalega og þreytulega bæði menn og hestar, eins og dauðamörk væri á öllum. Flestir voru hestarnir í nokkurnvegin góðum holdum, en þó sájeg nokkra, sem telja mátti í hvert bein. Mesti fjöldi þeirra var blindur, en þó vart svo margir sem jeg hafði búist við. J>egar jeg spurði verkamennina um orsak- irnar, svöruðu þeir: »Margir hestar eru mjög órólegir hjer fyrstístað, þeirhnjóta, detta, reka sig á og fælast, eða gánga fyrir vögnunum frísandi og titrandi hverja vikuna eptir aðra. Til þess að koma í veg fyrir þetta, stíngum við mjóum prjóni í augu þeirra. |>egar þeir sjá ekkert eru þeir ekki eins hræddir og verða miklu rólegri, titríngurinn fer af þeim og þeir jeta opt betur á eptir, því margir þeirra sem hafa sjónina missa alla lyst fyrst í stað«. Frá þessu öllu og miklu fleiru, sögðu þessir menn svo blátt áfram og tilfinníngarlaust eins og þeir væru að segja frá aðgerð á tréskóm sínum eða verkfærum. Vaninn, vinnuharkan og alt þeirra neyðarlíf var búið að níða úr þeim alla mannúð og meðaumkun fyrir laungu, og elta úr þeim hverja viðkvæma tilfinníngu. J>ó var eins og sumir vöknuðu af draumi og findu til þessarar frámunalegu meðferðar á skepnunum, þegar jeg benti þeím á það, en það var að eins augnabliks tilfinning sem deyfðin og sljófleikinn voru búin að drepa um leið og orðinu var slept. Jeg spurði þá líka hvers vegna þessir horuðu og hálfdauðu hestar væru ekki sendir upp úr námunni til þess að komast í hold og styrkjast. En þeir sögðu að þetta væru aflóga ræflar sem gætu ekki lifað nema eitt ár hvort sem væri, og. það svaraði því ekki kostnaði að fita þá; einúngis úngum hestum, sem þyldu ekki loptið eða hefðu mist alla lyst, væri hleypt upp um stund. Svona var hugsunarhátturinn, og svona var lífið í þessum myrkra og hörmúnga heimi. Jeg var orðinn sárveikur bæði á sál og líkama, þegar jeg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.