Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 44

Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 44
Jarpur og Mósi. júnímánuði 1890, er jeg var staddur í Reykjavík á leið til brúargjörðar- innar á Olfusá, hitti jeg þar mann undan Eyjafjöllum; hann hafði tvo fola 6 vetra, jarpan og mósóttan, sem hann vildi selja. Mósótta folann n í Reykjavík, en hinn keypti jeg og hafði hann á Selíossi alt sumarið; aldrei lagði hann til að strjúka, um haustið fór jeg með hann norður i Eyjafjörð og ól hann þar á töðu og kornmat; sá vetur hefur óefað verið mesti sældartím- inn af æfi hans. Vorið 1891, var hann sendur suður, hann var hjá mjer alt sum- arið á Selfossi, án þess hann nokkru sinni reyndi til að strjúka. Nú er að segja frá Mósa, hann fjekk vetrarfóður í Ölfusi, en var bæði sumrin í Reykjavík; aldrei reyndi hann til að strjúka fremur en Jarpur. jþegar brúin var vígð 8. september, kom eigandinn með Mósa og talaðist svo til, að hann skyldi verða í för minni norður í land; var honum því slept um kvöldið uppá hálsana til hinna hestanna, en næsta morgun voru báðir folarnir horfnir, var leitað eptir þeim í 3 daga og fundust loksins austur við jþjórsá; þeir höfðu tvisvar ætlað að leggja í ána, en greiðvikinn maður, sem sá að þeir voru strokhestar, hindraði þá frá því og hepti þá. Saga þessi er einginn stór viðburður, en er þó eigi að síður skemmtileg fyrir dýravini, sem vilja kynna sjer eðlisfar skepnanna og safna sönnunum fyrir því, að þær sjeu ekki skynlausar eða vitlausar. Mikið af illri meðferð á skepnum er sprottin af þeirri skoðun manna, að þær sjeu rjettlausar, og hafi ekki vit á, hvernig með þær er farið. Flestar sögur í Dýravininum, um afbragðs tryggar eða vitrar skepnur, hafa verið sagðar til þess, að reyna að eyða þessari röngu og skaðlegu skoðun. Minni og skilningur eru máttarraptar skynseminnar. Mósi og Jarpur sýna að þeir hafa hvorttveggja; þeir sýna einnig, að gömul vinátta fyrnist ekki hjá skepnunum fremur en hjá mönnunum; á annað ár höfðu þeir eigi sjest, og aldrei reynt að strjúka til æsku-átthaganna, meðan þeir höfðu eingan til fylgdar sjer, en samdægurs sem þeir hittast, þekkia þeir hvern annan, og koma sjer saman um að nota tækifærið til að halda austur í sína gömlu átthaga, þar sem þeir ljeku sjer og nutu frelsisins í fullum mæli. Jpótt Jarpur hefði farið sjóleið norður í seldi ha

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.