Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 45

Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 45
41 Eyjafjörð, og yfir fjöll suður aptur, var hann ekki orðinn áttaviltur, hann mundi vel, í hvaða átt æskuhagarnir voru og ætlaði að synda yfir J>jórsá nærri ófæra til að komast þángað. Ekki getur það verið rjett að segja, að skepna sem þetta gjörir hafi ekki vit, minni eða hugsun. A leiðinni norður voru Jarpur og Mósi svo góðir vinir, að þeir skildu aldrei, væri öðrum riðið elti hinn eins og folald. Sumir menn eru svo barngóðir, að þeir geta varla sjeð úngtbarn, án þess þeir láti vel að því, sama kemur fram hjá hestinum. Margir hestar eru svo elskir að folöldum að þeir tnega ekki af þeim sjá, þeir hlaupa undir eins sem beislið er tekið af þeim, i hagann þángað sem folöldin eru. Svona er Jarpur. Minna ber á því að eldri sauðkindur hænist að lömbum, en jafnaldra sauðkindur verða opt innilega góðir vinir, svo þær skilja ekki allt sumarið. J>að er gaman að ferðast um afrjettarlönd og sjá, að tvær, þrjár, fjórar kindur halda hóp, þær eru útaf fyrir sig og skipta sjer ekkert af öðrum kindum. Einginn hefur komið í fjárrjett eptir fjallgaunguna á haustdag, sem ekki man eptir jarminum og suðunni sem þar ómar allt í kring, en fáir hafa hugsað um það, að þá eru vinirnir að kallast á, sem hafa verið saman allt sumarið, en eru nú dregnir sinn í hverja áttina til þess aldrei að sjást framar. T. G. Forustu-Gulur. austið 1879 keypti jeg gult geldíngslamb í Lúnansholti í Landsveit, — jeg var þá á Stóranúpi hjá föður mínum sál. Jóni Eiríkssyni. — Mjer datt undir eins í hug, að úr þessum gelding gæti orðið forustusauður; svo leizt mjer einkennilega á augnaráð hans. Hann var líka altaf fremstur í hópn- um strax á leiðinni út eptir, og um veturinn var hann stöðugt á undan lömbunum, er þau fóru frá eða að húsi. Veturinn eptir var hann þegar orðinn góður forustu- sauður. Átti jeg hann síðan 9 ár og hafði opt mikið gagn af honum, þóttist jeg sjá þess ýms merki, að hann hefði meira vit en flest sauðfje. Skal hjer segja fáein dæmi þess. Á mánudagsmorguninn í mið-góu 1881 var veður þítt og allgott; rak jeg þá sauði föður míns á haga. J>á hljóp Gulur í kringum húsið, eins og hann vildi ekki fara. J>ó fór svo að jeg rjeð, og er hann kom frá húsinu, fór hann fyrstur eins og vant var. Gaf jeg þessu ekki frekari gaum og fór heim. Um daginn rak á norðanstorm með kafaldi, svo ekki var fært að vitja sauðanna iyr en daginn eptir. J>á er jeg kom að húsinu var Gulur þar, og nokkrir röskustu sauðirnir með honum. Hinir höfðu hörfað í skjól og stóðu þar illa leiknir og sumir fentir. J>ótt- ist jeg sjá, að Gulur hefði tekið ráð í tíma, að fara heim, er bylurinn kom, en flestir hinna orðið of seinir til bragðs að fylgja honum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.