Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 51

Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 51
47 og 6x/s þuml. á breidd, þar sem hún er breiðust, nærri neðri enda hennar er leðurreim með hríngju á; má spenna hana svo, að hún verði mátuleg utan um kindarsnoppuna; í efri endanum er leðursproti til að halda í milli horna kindar- innar þegar slegið er; ofarlega á þessari leðurblöðku er negldur járnhólkur steyptur með stjett á nálægt 2 þuml. á leingd; gegnum hólk þennan geingur rotgaddurinn; þegar slegið er á fremri endann geingur innri endinn inn í höfuðið; best er að hafa höggið knapt en hamarinn ekki stóran. þ»ótt að eins komi dæld en eigi gat á höfuðbeinið, kemur svo mikill heilahristingur, ef höggið er snöggt, að kindin dettur strax niður, er þá fljótlegt að kasta helgrimunni og skera kindina meðan hún liggur tilfinningar- og meðvitundarlaus. Myndin 8. sýnir kindarhöfuð klofið, af henni sjest hvar heilinn liggur, og að hægt er að rota kindina með höggi í hnakkann, eins og örin bendir til. Líklegt er að brúka mætti þessa helgrímu til að rota með alla stórgripi, ef rotgaddurinn og leðurblaðkan væru gjörð stærri. 7. mynd. 8. mynd. jeg telji víst að helgríma þessi, og betri slátrunaraðferð, fái góðar viðtökur hjá fjölda mörgum á íslandi, bæði dýravinum og hjartagóðum mönnum, þá býst jeg þó við, að margir ’nliðri sjer hjá breytingunni fyrst í stað og vilji láta aðra renna á vaðið, en þó þeir sjeu vanafastir og vilji ekki sleppa hnífnum, vil jeg samt biðja þá að gjöra dálitla breytingu, mannúðarinnar vegna og vegna skepna þeirra, sem þeir hafa alið upp og lifað af. 1. Að þeir skeri sundur mænuna undir eins og þeir eru búnir að skera þvert yfir hálsinn. 2. Að slátra aldrei í sama húsi, sem þær kindur standa í er deyja eiga, eins og stundum er gjört í illviðrum á haustin, og eigi heldur við bæina, þar sem sláturfje getur sjeð eða heyrt úr rjettinni eða kofanum, sem það stendur í, þegar stallbræður og stallsystur þeirra eru drepnar, en allra síst þegar móðir og lamb er skilið að; skepnurnar eru ekki eins hugsunarlausar eins og menn halda. 3. Sjá um að skurð- arhnífurinn sje hárbeittur og handtök öll sjeu svo greið, að fáar sekúndur líði frá því skepnan sjer blóðtrogið og þar til meðvitundin er horfin. í sláturtíð í kaupstöðum á haustin lítur stundum svo út, einkum þegar ös er og illviður, að menn hafi skilið eptir heima hjá sjer tilfinníng, hugsun og mannúð.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.