Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 55

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 55
51 nema Móra, »hún stóð aldrei á löppunum«, eins og Rjarni sagði, heldur var altal að leggjast og velta af sjer, þángað til forbirni fór að leiðast aðgerðastímið. »Við skulum reyna að hafa klyfjaskipti og láta hana fá pinklana hans Stóra-Brúns — — hún er vön að bera skást, ef hún hefur dálítinn stuðníng við bakið«. J>eir Bjarni hagræddu á Móru og höfðu klyfjaskipti, og á meðan sagði Bjarni mjer, að hún hefði að upplaginu helst verið til reiðar, ef henni hefði nokkurn tíma verið sómi sýndur, en það þefði verið öðru nær með fóðrið. Móra hjelt áfram að leggjast; stuðníngurinn við bakið sýndist að eins gera vont verra, og þegar jeg — einusinni meðan við Bjarni vorum að gera að á henni — fór í kríng um það við hann, að hafa hestaskipti og láta Sokka sem var bæði til reiðar og áburðar, bera klyfjarnar heim, þá varð Bjarni snúðugur yfir fram- hleypninni í mjer sem vonlegt var: »Hún getur sjálf druslað heim klyfjunum sínum, úrþvættið að tarna«. fað var ekki meira af þeim legg að skafa, og jeg gerði heldur ekki fleiri uppástúngur í þessa áttina við þá, reynda og ráðna lestamennina. Og Móra druslaði líka heim klyfjunum á endanum, en altaf var hún við sama heygarðs- hornið með að leggjast, nema seinustu bæjarleiðina, þá sýndist að viljinn drægi hálft hlass fyrir henni, svo Bjarni hjelt hún mundi fara að jafna sig við hnaukið. f>að sem rnig dreymdi eptir að jeg kom heim, var einhver ruglíngur um, að verið var að láta upp á Móa-Móru, og að Bjarni var að segja þegar hann hjálpaði henni á fætur: »Stattu á löppunum fjandans truntan«. Stundum var það þ>orbjörn sem sagði: »Reyndu að hafa þig á fætur ólukku bykkjan«; svo spörk- uðu þeir í hana með fótunum og Móra brölti riðandi og stynjandi á fætur og fór að brokka dálítið, til að fá frið að leggjast aptur. Daginn eptir var jeg sendur út að Skarði, og lá þá vel á J>orbirni, þar sem hann var að hagræða kaupstaðarvörunum sínum, ofurlítið vínhreyfur. »Voru nokkuð meiddir hestarnir þínir, dreingur minn?« »Nei — — — En þínir?« »feir voru heldur ekki meiddir«. »Jú — Móa-Móra«. þ>að var Finnur litli sem sagði þetta, hann var að skoða vörurnar með pabba sínum. »Já hún var töluvert kumluð — — en henni bregður nú ekki við; — — hún var líka meidd þegar hún fór«. þ>egar jeg fór suður hjá sá jeg Móru; það hafði hlaupið bólga í herðarnar á henni, og tvær stórefliskúlur sín á hvorri síðu. J>að var dagsatt, að hún var kumluð hún Móa-Móra. E g-

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.