Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 56

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 56
Gud er kærleikurinn. inu sinni var jeg á ferð nálegt miðjum vetri; það skiptir eingu, hvar það var. Um það leyti voru harðindi mikil, snjóþyngsli og ófærð. Undir rökkrið kom jeg að bæ einum og beiddist gistingar; mjer var tekið mæta vel; hesturinn minn hýstur, látinn inn og gefið hey, en mjer boðið til baðstofu. J>ar var fátt manna fyrir; kvennfólk var frammi við, en karlmenn við gegníngar. Móðir bóndans, gömul kona, sat upp í einu rúminu á fótum sjer, sem gömlum kon- um er títt. Hún tók mig tali og ræddum við stundarkorn um alla heima og geyma, sem menn segja. Af því jeg var þreyttur, þá hallaði jeg mjer út af og ætlaði að sofna mjer dúr í rökkrinu. En um það leyti að ætlaði að renna í brjóstið á mjer, hrökk jeg upp við það, að börn hjónanna komu inn í baðstofuna. Var auðheyrt að þau annaðhvort höfðu gleymt gestinum, eða þau ætluðu að hann svæfi; því þau fóru þegar að ræða við ömmu sína um hitt og þetta, sem við hafði borið um daginn. Gjörðu þau ýmist að segja henni að utan, af kúnum, kindunum og hrossunum, eða þá að spyrja hana. Komu spurníngarnar sín úr hverri áttinni, sem börnum er títt. Hafði gamla konan nóg að gjöra að svara þeim öllum. Mjer var hin mesta skemmtan að hlusta á samtalið, og ljet því ekki á mjer bera. — Alt i einu segir elsti drengurinn: »Amma mín! Mikil ósköp voru að sjá hestana, sem hann Brjefa-Lalli var með í dag, þegar hann kom hjerna. Dæma- laus skelfíng voru þeir horaðir og svo voru þeir drepmeiddir, og samt voru rogaklyfjar á þeim; hann Gvendur rjett slysaði þeim upp«. »Já o’ so bæddi ú’ munninum á onum«, bætti annað við, sem varla gat talað. — »Jeg trúi þessu, börnin mín«, sagði gamla konan. »Hann man ekki eptir því, hann Brjefa-Lalli, að Guð er kærleikurinn. Honum hefur ekki verið kennt það, meðan hann var úngur; og síðan hefur hann líklega fremur hugsað um annað, karl-dulan«. »Hvað meinarðu með þessu, amma mín!« sagði eitt barnið. »Jeg meina það, Dóri minn, að Guð elskar okkur öll, bæði mennina og aumíngja skepnurnar, og vill láta öll- um líða vel, bæði mönnum og skepnum«. »Og elskar hann hestana líka ?« spurði eitt barnið. »Já, hann elskar hestana líka; það er víst«, sagði gamla konan. »Hvernig veiztu þetta, amma mín?« spurðu nú tvö eða þrjú í einu. — »Jeg veit það af svo mörgu; meðal annars af því, að hann launar þeim, sem líkna þjáðum skepnum. Kærleiksverkin við skepnurnar borga sig líka; jeg held nú það. Jeg gæti nú sagt ykkur sögu af því, börnin góð«. »Æ! blessuð, góða amma mín! segðu okkur hana«, gullu nú öll börnin við. »Jeg skal segja ykkur söguna«, sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.