Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 59

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 59
55 endanum, að faðir minn tók hann fyrir reiðhest og líkaði því betur við hann, sem hann reið honum optar. Nokkrum árum eptir þetta dó föðurbróðir minn; hann átti heima í næstu sýslu. Fór faðir minn þangað til þess að fylgja honum til moldar og sjá til með ekkjunni; bjóst hann við að verða viku í ferðinni. Svo hagaði til þar setn við áttum heima, að allmikið vatnsfall var alllángt fyrir austan bæirin; var það í daglegu tali jafnan kallað »Fljótið«. En milli Fljótsins og bæj- arins var ás einn yfir að fara, allbrattan að vestanverðu, þeim megin, er að bæn- um sneri. Að austanverðu við »Fljótið« voru sljettar eyrar; fóru þær jafnan undir ís á veturna, er »Fljótið« lagði. f>að var á þorra, faðir minn fór í þessa ferð; reið hann Skjóna þá sem endrarnær. Harðindi voru þá búin að ganga allleingi; voru því öll vötn á ís. Meðan faðir minn var i ferðinni, gjörði hláku mikla og braut ísa af ám. En svo gekk veður til norðanáttar aptur, rak niður snjó allmik- inn og gjörði vonda færð; voru vötn með skörum, en auð í miðju. Daginn, sem von var á föður mínum heim, var gaddur mikill, skafrenningur og sleit fjúk úr lopti. Töldu piltarnir ólíklegt, að hann mundi halda heim í því veðri, sögðu lítt fært, að rata um miðjan dag, en ófært, er dimmdi af nótt. Svo leið dagurinn og vakan, að faðir minn kom ekki; hugðum við, að hann mundi hafa náttað sig einhversstaðar fyrir austan »Fljót«; við fórum þvi að hátta og sofa á vanalegum tíma. En er jeg hafði sofið góðan dúr, þá hrökk jeg upp við það, að hestur hneggjaði ákaflega hátt á hlaðinu, og að móðir mín sáluga sagði: »Guð hjálpi mjer! Hann Skjóni er að hneggja á hlaðinu. Farið þið fljótt ofan piltar!« Allir komust á flug í baðstofunni; piltarnir klæddust í snatri og jeg líka, því að mjer gjörðist æði órótt. Kom jeg til dyranna jafnsnemma piltunum. þ»egar við kom- um út, var bylnum slotað að mestu; en Skjóni stóð fyrir dyrum, allur klökugur og klambraður, og skrjáfaði í honum, er hann hreyfði sig, eins og sagt er af sjóarskrýmslunum; en faðir minn sást hvergi. Var auðsjeð, að Skjóni hafði fengið heldur kalt bað í »Fljótinu«. Föður míns var ekki að leita nema í eina átt: austur að »Fljóti«. Ruku piltarnir þegar af stað, þótt ekki væri sýnilegt, að leitin mundi verða að miklu gagni um nóttina. En jeg ljet Skjóna inn í hesthús og mjólkaði handa honum þá kúna, sem jeg hugði, að mest mundi í frá um kveldið. Nú leið alllángur tími og vorum við milli vonar og ótta. En er minst varði, komu piltarnir með föður minn nær dauða en lífi; höfðu þeir fundið hann í fönn vestan undir ásnum, á alveg rjettri leið, Mátti hann sig þaðan hvergi hræra, því öll föt voru gaddfrosin að honum og hann orðinn máttlítill. Hann var þegar háttaður ofan í rúm og hjúkrað sem bezt, og hrestist hann skjótt. Sagði hann okkur síðan frá ferð sinni. f>egar hann kom út á »Eyrar«, var tekið að skyggja; vissi hann því ekki glögglega hvað hann fór, þar sem bæði var bylur og tekið að dimma. Hann var kominn nær »Fljótinu« en hann hugði, og er minst varði, brast skörin undan honum og steyptist bæði hesturinn og maðurinn í »Fljótið«. Faðir minn hrökk þegar fram af hestinum, en náði samt í taglið á honum og skolaði þeim báðum upp á eyri eina í ánni. Nú var ekki um gott að gjöra; að láta fyrirberast á eyrinni var viss dauði, en rogasund til beggja landa, því þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.