Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 61

Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 61
57 en vaninn, sem kennir hundinum að ólmast og bera sig illa, rífa og bíta, ef hann á ekki að fá að fara með húsbónda sínum, eða að þiggja ekkert, nema af einurn einasta manni — sem kennir hestinum að láta eingan ná sjer nema einn, eða láta eingan ríða sjer nema einn — sem kennir kettinum að liggja að eins í rúmi einnar manneskju á heimilinu — það er alt annað en eintómur vani — það er kærleikstil- finníng dýrsins til mannsins, sem þannig kemur fram. Menn og skepnur lifa þannig saman í einskonar kærleikssambandi sín á milli, þar sem þau lifa og búa saman eins og vera ber. En það er því miður of mjög, sem vill bera út af því, einkum hjer á landi. Menn vilja eiga svo margar skepnur, sem unt er, og færa sjer þær í nyt; það er bæði eign og gróði í þeim, og svo er það og skemtun að eiga þær. En það er ekki nóg að eiga þær — það verður að annast þær, fara vel með þær, láta þeim líða vel. fví er við brugðið, hvað Arabar eiga góða hesta; það eru skilyrðislaust fegurstu og beztu hestar í heimi, hestarnir þeirra; en það er líka hvergi í veröld- inni farið jafnvel með þá og þar. |>eir velja hestum sínum hin fegurstu og beztu gælunöfn sem þeir eiga til, og tala við þá eins og dauðástfánginn maður, sem er að gánga eptir fegurstu skartsmey; þeir klappa þeim og strjúka þá, núa þá með þurkum, og nudda þá svo að hárið liggur sljett eins og spegill; þeir láta þá liggja í tjaldi sínu, breiða undir þá ábreiður og annast þá eins og sjúklinga; eingum Araba dettur í hug að láta sjer verða að borða eða hvíla sig fyrri en hann hefur sjeð um hestinn sinn, strokið hann og fóðrað; og það er víst, að fremur fær hest- urinn brauðbita en konan og börnin — og enda sjálfur eigandinn. Svona hefur það verið þar hjá þeim frá alda öðli, enda er þar hið göfugasta hestakyn í heimi, og helzt það þar altaf við. Arabinn elskar hest sinn jafnt eigin lífi sinu, og hestur- inn eiganda sinn; það er svo öflugt samband kærleikans þeirra á milli, eins og á milli manns og manns getur heitast verið, eða á milli manns og hunds. — Hestar Araba eru einnig greindustu hestar í heimi; sumir hafa enda viljað segja, að þeir hefði mannsvit, og má það til sanns vegar færa, eptir því sem sögur segja, og að minsta kosti er það víst, að þeir skilja margt í túngu Araba, sem við þá er talað, hvort sem það er af því að þeir vita, hvað í hljóðinu liggur, eða þeir skilja orðin. þ>egar Arabar lögðu Spán undir sig fyrir nærfelt 1200 árum, fluttist þángað með þeiin hið ágæta hestakyn þeiira; svo sem kunnugt er, rjeðu Arabar miklu af Spáni nær 600 ára, og höfðu aðalsetur sitt í Granada í Andalúsíu. Breiddust þá hestar þeirra þar mjög út; kyn þetta var þar eptir þegar Arabar voru flæmdir þaðan í lok 15. aldar, og var lengi haft í hávegum; en Spánverjar eru allra manna latastir og hirðulausastir, og hefur því hestakyn þetta, hið andalúsiska, mjög úrætst nú á síðari öldum. þ>egar hestakyn þetta hefur mist ena ágætu hirðíngu frumþjóðarinnar, hefur það farið að missa' ágæti sitt; eptir því sem betur og vandlegara er með það farið, því betur heldur það kostum sínum. þ>essi dæmafáa elska á milli dýra og manna hefur hafið ágæti skepnunnar, og gert hana ómetanlegan dýrgrip, svo að jafnvel sumir enir beztu gæðíngar Araba hafa ekki getað orðið metnir til verðs.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.