Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 63

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 63
59 alveg eins og utan um ketlinga, og líkaði aldrei hvað vel hún gat vafið sig utan um barnið. Fólkið hjelt að kisa gerði þetta til þess að njóta ylsins afbarninu sem bezt; enn það var ekki svo að sjá; hún reyndi að hlúa að því, en ekki að bæla sig undir það. |>að er ljótt að sjá hunda og ketti horaða, ekki síður en aðrar skepnur; það er þá betra að hafa færra af þeim og gera betur við þá. Jeg hefi stundum heyrt talað um hunda og ketti sem væri þjófóttir, stælu öllu matarkyns, sem þeir næðu í; en líklegt er að það sje með þessar skepnur eins og mennina, að náttúran sje misjöfn til þeirra hluta; en ef það væri sjeð um að láta þessar skepnur hafa mat sinn á rjettum tíma eins og aðrar skepnur, mundi minna bera á þessu; þessar skepnur verða þá líka opt fyrir höggum og hrakningum, og verður það ekki til að bæta skap þeirra. J>að verður einginn góður fjármaður, sem ekki elskar skepnurnar, sem hann hirðir; það er ekki nóg að taka opið fyrir þeim, hleypa þeim út, reka, þær á haga, láta þær inn aptur og fleygja í þær fóðrinu; það verður að annast þær, vera nákvæmur við þær, leita uppi þarfir þeirra, og fullnægja þeim. J>að er farið að brenna við sumstaðar nú á dögum, að stúlkum þykir heldur vanvirða að því að vera í fjósi og hirða kýrnar, enda rýkur ekki af fjósa- menskunni æði víða hjer hjá oss, fremur en af annari skepnahirðingu. J>að er nú aldrei nema satt, að kýrnar eru heldur með þeim óskemtilegri af þeim alidýrum, sem vjer eigum, en þá ætti að minsta kosti eigingirnin og gróðahugurinn að leggja alt kapp á að fara sem allra bezt með þær. Kýrnar hafa leingi verið lífið í margri fjölskyldunni á landi hjer, og ef það væri nokkur skepnan af öllum, sem öllum væri skylt að elska jafnt, og leggja sinn skerf til að liði sem bezt, þá eru það þær. Reyndar er kúnum ekki eignað, að þær sjeu sjerlega gáfaðar, og naut og sauður eru venjulega óvirðingarnöfn um flón og heimskingja, en þó er það að minsta kosti víst, að kýrnar elska fjósakonuna svo heitt sem þeirra kýrs náttúra framast megnar að gera, sleikja hana og nudda sjer upp við hana, og elta hana úti, ef hún er góð við þær. Sumar kýr eru enda svo að þær líða ekki öðrum en einstökum kvenmönnum að mjólka sig. Verið getur að mjólkunarlagið geri þar nokkuð að. Ef skepnan á að verða manni að því liði, sem skaparinn hefur ætlast til, verður að fara vel með hana, verður að elska hana. Annars verður hún ónýt, úrætt- ist og gerist úlfúðarleg og hvorki að því gagni nje þeirri skemtun sem vera ber. Sá, sem fer illa með skepnur verður að gæta þess að skepnan er eins gerð og eins sköpuð eins og sjálfur hann; ef hann kvelur skepnu í sulti, verður hann að muna eptir því, hvað það er sárt að vera svangur; ef hann lemur hana svipu- höggum, verður hann að gæta þess, að höggin eru skepnunni jafnsár, eins og þau hefði skollið á sjálfum honum. En ef hann elskar skepnuna, finnur hann í hennar stað, hvað það muni vera að líða vel, ef hann annars veit hvað það er að vera elskaður og líða vel. Jónas Jónasson.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.