Dýravinurinn - 01.01.1916, Page 25

Dýravinurinn - 01.01.1916, Page 25
21 vandist á að éta ýmsan mannamat, Var hún í sérstöku uppáhaldi hjá okk- ur krökkunum. Hún var oftast tvilembd og gekk með lömbin á sumrum. Aldrei þurfli að relca hana á fjall, því hún fór jafnan sjálf eftir að búið var að rýja hana. Það var eins og hún vissi, að þá væri sér óhætt að fara. Á sumrum liélt hún sig á sömu slóðum, á svo nefndum Gilsárdal. í göng- um á haustin var ómögulegt að ná Bildu, þvi hún forðaði sér jaínan i gljúf- ur við Gilsá og varðist þaðan hundum og gangnamönnum. Var ekki feng- ist um það, því að Bilda skilaði sér til bygða þegar henni sýndist, og mátli þá eiga víst, að hríðar væri von. Vorið 1877 fluitist faðir rnitin búferlum að Stefánsstöðum i Skrið- dal. Bilda var þá 8 vetra gömul. Ilún var rekin ásamt öðru fé að Stefáns- stöðum. Fór hún svo þaðan um vorið á gömlu slóðirnar sinar i Gilsárdal. í göngutn um haustið kom Bílda ekki til skila, og þólli líklegt, að hún mundi fara niður að Hafursá, þar sem hún hafði alið allan aldur sinn. Leið nú í'ram um veturnætur. Þá var það einn morgun, er menn vöknuðu á Stefánsstöðum, að jarmur heyrðist af baðstofuþakinu. Var farið að gæta að, og var Bilda þar komiu. Hljóp hún með okkur krökkum inn í búr og fekk góðan árbita. Hafði hún lagt leið sina yfir fjöll og dali og þurfti að fara yflr eina stórá, lil þess að ná til gömlu kunningja sinna. Þetta dæmi sýnir Ijóslega, að Bílda heflr þekt fólkið og metið meira trygð við það en staðinn, sem hún var alin upp á. ISTí öin gsverk. Ég var eitt sinn vortíma við vefnað á bæ nokkrum. Á kvöldin, þegar ég hafði lokið dagsverld nhnu, gekk ég mér til skemtunar um túnið, sem þá var að gróa. Komst ég þá að því, að máríuerla hafði bygt hreiður sitt á mæniásnum i einu fjárhúsinu. Dálítið stykki af þakinu hafði fallið inn, var því gat á þakinu. Hafði máriuerlan leitað skjóls þar. Börn voru mörg á bænum, og lét ég þau ekki vita af fundi mínum. En einn morgun, þegar ég kom út, sá ég máríuerluna á nefndu fjárhúsi. Var hún þá mjög hníp- in og óróleg. Kom mér þá til hugar. að krakkarnir hefðu fundið hreiðrið og eyðilagt það. Um kvöldið fór ég að líta eftir hreiðrinu og sá, að það hafði verið rifið niður, og láu hálf fiðraðir ungar dauðir hingað og þangað um húsið og sundur tættir. Höfðu krakkarnir fundið hreiðrið og leikið það þannig. Máríaerluna sá ég ekki fromar, og gæti ég trúgð þvi, að hún hefði dáið úr sorg. Vildi ég óska, að börn, sem lesa þessa sögu, festu hana sér í minni til viðvörunar. Jón Gíslason, Vopnafirði.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.