Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1952, Page 10

Heimilisblaðið - 01.01.1952, Page 10
6 tíma að leggja vatnsleiðslu frá fjallinu til nýlendunnar, svo að næstum því liver einasti kofabúi fékk vatn inn til sín. Arin liðu, og Damien var önnum kafinn. Hann smíðaði líkkistur og gróf grafir, þvoði sár hinna sjúku, vann sjálfur við að reisa yfir þrjú hundruð lítil hús, er áttu að koma í stað lélegustu kofanna. Hann talaði aldrei um, að hann bygg- ist við að smitast — frá því fyrsta hafði hann álitið óhugs- andi annað en að liann yrði sjúkdómnum að bráð. Á þenn- an hátt vann liann traust hinna holdsveiku. Hann varð eins og faðir þeirra að öllu leyti, hann sá um andlega og líkamlega velferð þeirra. Það leið ekki sá sunnudagur, að hann skírði ekki tíu til tuttugu manns. Að nokkrum árum liðnum var það orðin trú flestra, að sjúkdóm- urinn væri aðeins reynslutími, áður en þeir flyttu inn í guðs- ríki. í nýlendu hinna dauða- dæmdu byrjuðu menn aftur að lifa eins og fólk. Séra Damien sá um allt. 1 hvert skipti og bátur kom með holdsveikissjúklinga, hafði liann meðferðis aftur langan bænalista til biskupsins og yf- irvaldanna á Honolulu. Blöðin fóru að skrifa um hann og verk hans urðu brátt kunn víða um heim. Séra Damien lét sjúklingum sínum allt í té — allt frá rúmfötum til hljóð- færa. Hann stofnaði meira að segja hljómsveit. Einhverju sinni kom Liliuk- alani prinsessa á Hawai í heimsókn, og þar með var mestu einangruninni aflétt. Áð- ur hafði ekki einu siiuii heil- brigðum presti verið leyft að yfirgefa eyna. Liliukalani prins- essa varð djúpt snortin af því, er hún sá. Það, sem lireif liana mest skeði um kvöldið, þegar henni var róið út að skip- inu og limlestir vesalingarnir stóðu á ströndinni og hentu í sjóinn blómsveigum sínum og sungu angurblíðan kveðjusöng. Frá þeim degi átti Damien vísa aðstoð prinsessunnar í öllu, er hann tók sér fyrir liendur, og það syrti líka brátt að lijá honum, því yfirvöldin voru orðin þreytt á eilífu betli lioldsveikraprestsins. Tólf ár liðu. Einn sunnudag var kapellan á Molokai skreytt blómum eins og vanalega, rauðgulum sedrusviðarblómum, risastórum hvítum valmúum og villiblómum í öllum litum. Séra Damien talaði til sóknar- barna sinna, en liann sagði ekki eins og vanalega „vinir mínir“. 1 þetta skipti sagði liann „við, hinir lioIdsveiku“, eins rólega og það væri sjálf- sagðasti hlutur í lieimi. Séra Damien hafði mætt örlögum sínum. En það var eins og holds- veikin ynni ekki á lífsþrótti þessa einbeitta manns. Árin liðu, og sjúkdómurinn breiddi sig liægt út frá eyrunum til augans og nefsins, því næst í kinnarnar og svo til liand- anna. Séra Damien vann eins og venjulega, þrælaði eins og hestur. Fram á síðustu stundu hafði hann miklar ráðagerðir í huga. Honum auðnaðist að sjá margar þeirra verða að veru- leika. Það var ekki aðeins einn, heldur margir er tóku við HEIMILISBLAÐl^ starfi lians. Margir kaþólskir prestar og einn prestur mót- mælendatrúar settust að í ,l- lendumii og liéldu áfram starf1 hans. Þrjár nunnur ko,,lU Sir af þangað, liin guðlirædda nio1 Marianne og tvær systur Fransiskusarreglunni. Móð,r Marianne var af sams ko»ar manngerð og Damien — stjorU söm, hagsýn og viljasterk, eU jafnframt ósegjanlega góð vl þá sjúku. Engin fórn var l,elltl1 of stór. Hún tók við, þar selt' Damien hætti. Hann haf^1 breytt nýlendunni í mannabu staði, móðir Marianne lijúkr aði sjúklingunum eins og sjúkraliúsi. Þegar ein systranna hjúkr aði einhverju sinni holdsveik um manni, spurði hún f°r stöðukonuna óttaslegin: — Móðir, verð ég einhverU tíma svona? -— Það er óþarfi fyrir þlr að vera hrædd, svaraði nióóir Marianne. Enginn okkar n1111 nokkru sinni verða holdsve1 • Þetta skeði fyrir um það 1 sextíu árum, og ótal niarrjl nunnur hafa síðan staff*1, meðal hinna holdsveiku Molokai, en það furðulega að engin þessara systra et, hefur er veikzt. Læknar og prestart hafa fylgt dæmi Damiens, 11 a fyrr eða seinna smitast af sJr dómnum, þrátt fyrir allar vaí úöarréglur. Systurnar, senr 113 iúku’ a^ er daglega umgengizt hina sj hafa sloppið. Hér er u® ræða furðulegt fyrirbæri læknavísindin hafa ekki en getað útskýrt. Á páhnasunnudag árið andaðist séra Damien. Frh. á bls. 24 1889

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.