Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1952, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1952, Blaðsíða 23
ÖEIMILISBLAÐIÐ 19 Fyrsti kapítuli. QAMLI bær, þú ert ekki Diiki ls virði, sagði Harry 9c.s7ry. Þú hefur aldrei fram- hvaemt ueitt, og þú munt aldrei ^amkvæma neitt. Fjandinn hiv3i mig, ef þú ert ekki tölu- 'ert líkur mér! ^annig mælti Destry, um leið og hann gekk út úr dyr- l|llam á First Chance og liall- sér upp að einni af grönnu, 'estnöguðu stoðunum, sem stvrktu skárisið fyrir framan 'eitingahúsið. Framundan hon- l'ri1 lá aðalgatan í bænum /lam, er lilykkjaðist eins og 8Íaöga og hvarf brátt úr aug- S^t1- Nafn sitt hafði bærinn £ ^e,ígið fy rr á tímum, þegar aim var lítið annað en verzl- 0g veitingahús á vega- í^tum, ), ar sem kúrekar áttu ö um frá austri og vestri, "hri og norðri. Og þegar þeir ^tu frá öllum þessum heims- slr 1 um, var mót þeirra oft atinig, að orðið „Wham“! átti el þar við. Bærinn hafði svo a>-ið 0jT vaxið, og hann óx töðngt, því alltaf bættust estamangarar við í liópinn, og , r % r °" tíðum mátti sjá langa aiUeykis]est, allt að því sextán . úldýr draga stórhjólaða flutn- gav ast agna frá Wham og rog- uPp rykugt halllendið í |liUa til gullnámanna í Krist- 1 ^iilluni. j^haru hafði samt ekki vax- ^^að ört, að Destry gæti ekki ^ "zt með vexti bæjarins. n ^l,tl seymdi uppdrátt af lion- 1 liuga sér. Hann þekkti ert auglýsingaspjald og fr-l1ll'na kak vi® spjöldin, allt járnsmiðnum að lögfræð- HEFND FANGANS Framhaldssaga eftir Max Brand ingnum, því Destry hafði vax- ið með lionum. Hann liafði rótað með berum tánum í heitri mold aðalgötunnar; hann hafði slegizt á auðu hús- lóðunum, og margt húsið og mörg verzlunin hafði risið, þar sem fyrrum var leikvöllur bernskuleikja hans. En eina stjarnan í kórónu Harry Des- try, eini gimsteinninn í pyngju hans, og eina sigurljóðið í sögu hans, var það, að hann slóst og bar ætíð sigur úr býtum. Hann barðist ekki vegna peninganna, ekki vegna frægð- arinnar, heldur eingöngu vegna bardagans sjálfs. Hann notaði hnefana og féll aldrei fyrir þeirri freistingu að beita hníf eða marghleypu, því hann vissi, hvað hann mátti bjóða sér. 1 hans augum átti Wham ágætlega við sem bæjarnafn, það gaf í skyn hans eigin skapgerð, og honum þótti eins vænt um bæinn og hann virti hann lítils. Þegar hann hafði skoðað sig um stundarkorn, tók liann eft- ir nýju þaki, sem var ómálað. Hann flýtti sér niður götuna til að athuga þessa nýju bygg- ingu. Hann var tæplega kom- inn fyrir fyrstu bugðuna á veg- inum, þegar hann rakst á Chester Bent. — Hver fjárinn! Er þetta ekki minn ástkæri, Chet litli Bent, í nýjum fötum á leið- inni í sunnudagaskólann eins og í gamla daga! Hvað er að frétta? Hefurðu látið snyrta litlu, mjúku hendurnar þínar? Chester Bent var alls ekki smávaxinn maður. Hann var meira að segja nokkrum tomm- um hærri en Destry, og gat þess vegna litið niður á hann, en þar að auki var hann tutt- ugu og fimm pundum þyngri. En á sínum yngri árum hafði liann komizt óþyrmilega í kynni við hnefa Destrys. Það liafði þó síður en svo verið auðvelt að sigra Cliester Bent, því undir liinni hæversklegu mýkt hans var falin allmikil orka, og bak við stöðugt brosið lá sterkur vilji. Þrisvar mætt- ust þeir. Tvisvar skildust þeir með blóðrisa hendur, en í þriðja skipti börðust þeir lijá sundlauginni og Chester haðst griða. Þegar Destry liafði þannig borið sigur af hólmi, skipti hann sér ekki framar af Chester, og liann varð einn þeirra, sem Destry talaði við með ofurlítilli kaldhæðni í röddinni. Það hafði engin áhrif á Destry, þótt Chester Bent væri að verða mikill- maður í bæn- um, þar sem hann átti verzl- un og tvö liús og reyndi auk þess að gerast hluthafi í námu, er virtist þó gefa vafasaman

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.