Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1952, Qupperneq 11

Heimilisblaðið - 01.01.1952, Qupperneq 11
11EIMILI S B L A Ð IÐ 7 WILLIAM SAROYAN er fædd- Ur áriii 1908 í Kaliforníu. Hann er frœgur bandarískur smásagna- n°fundur og lýsir í smásögum Slnum amerískri alþýSu manna, >erkamönnum, verzlunarfólki og "úðstéttarjólki, sem hann er "unugur og hefur miklar mœtur “• AriS 1940 voru honum veitt u'itzer-verSlaun þess árs fyrir yikritiS „The Time of Your sem út kom áriS 1939, en Ufoyan neitaSi aS veita verS- uununum móttöku. Nokkrar af ‘"‘kk/iistu smásögum hans hafa l’eríS þýddar á íslenzku. P°ET cobb var mjög ein- ttiana . og liryggur. Hann afði veriS í áflogum einu j1"11! enn. Og verið barinn. l* *etta skipti af stúlku. Hann 'ar reiður og lieitur eins og °ssandi eldur. En hann var *afuframt kaldur eins og ís- "" umhverfis Norðurheim- autið. Og meiddur og hrædd- eins og dýr í gildru. Ereknótt stelpa með hálfétið , 1 1 óhreinni hendimii hafði arfð hann. Poet Cobb grét Hann sat á stól í dag- 8tr\f ° l,nni, reiður, sneypulegur einmana með glóðarauga og utna efrivör, og þó grét hann ekki. Ég skal lumbra á lienni, ^kði hann við sjálfan sig. . 'uð sem hún heitir, skal ég ’Uibra á henni. Öann hafði staðið fyrir utan "s Eill McGees og veitt því v.;y,li, að það þurfti að gera , troppurnar. Annars hafði Jjr.. ^ 11 ekkert gert af sér, þegar 1,1,1 heyrði einhvern vera að h ePli, og um leið og hann óu6ri ser við, sá hann frekn- . " ®te]puna. Hún var stór, atta ~~ ef til vill níu ára, og William Saroyan ÖÐRUVÍSI EN HINIR Initi brosti ekki. Hann horfði á hana og lilustaði á ltana tyggja eplið, en hann sagði ekkert, því það kom svo oft fyrir, að hann talaði af sér. Það gat verið hættulegt. — Ég veit vel, liver þú ert, sagði hún. Rödd hennar var há og óvinsamleg, og Poet leit undrandi á hana. — Nei, það gerirðu ekki, sagði ltann. ÍHvernig ætti hún að vita það?) — Jú, ég veit það, sagði liún. Þú ert hann, þú ert öðruvísi en hinir. — Nei, ég er það ekki. — Jú, það ertu. Nafn þitt er líka öðruvísi. — Nei, það er það ekki. — Jú, því þú heitir Poet Cobb, og það er ekkert nafn. — Ég heiti Eddie! — Eddie hvaða? — Eddie McGee. — Eddie McGee! sagði freknótta stelpan. Bill McGee á engan bróður. — Jú, ég er bróðir Bills, sagði Poet. Ég er Eddie bróð- ir Bills. — Nei, þú ert það ekki', sagði stúlkan. Þú ert lygari. Þú heitir Poet Cobb. Þú ert sex ára. Móðir þín er leikkona og faðir þinn er prófessor í bók- menntum. — Éltu það ofan í þig. — Nei, ég geri það ekki, því það er satt. — Nei, það er ekki satt, sagði Poet. Éttu það ofan í þig! — Nei, ég geri það ekki. — Þá skaltu fá einn! sagði Poet. Hann kreppti hnefana og sló til hennir af öllu afli, missti jafnvægið og datt. Hann reis á fætur og ætlaði að byrja á nýjan leik, en þá kom liann auga á sjúkrabíl, er nam staðar fyrir frarnan hús frú McGees. Hann gleymdi al- veg reiði sinni og fór að liugsa um, hvaða erindi sjúkrabíllinn ætti hjá húsi Bill McGees, þeg- ar eitthvað, sem var hart eins og steinn, hitti hann í hægra augað og blindaði liann. Hann datt aftur fyrir sig á auðmýkj- andi hátt, en komst strax á fætur aftur og barði frá sér með báðum höndum, þar sem hann hélt að stelpan væri, en hún var þá alls ekki þar. Hann var rétt byrjaður að sjá ofurlitla glóru, þegar liann fékk kjaftshögg og datt á ný. Þegar liann reis á fætur var stúlkan farin, og sjúkrabíllinn stóð ennþá fyrir framan hús frú McGees. Hann sá stúlkuna langt út á götu, og liann vissi, að hún nagaði stöðugt eplið sitt. Hann verkjaði í augað og það blæddi úr munni lians. — Ég heiti Eddie McGee, sagði liann lágt. Hann sagði það við and- styggilegu stelpuna, er stikaði eftir götunni. Hann sagði það við móður sína, við föður sinn, við frú McGee, við Bill, við sjálfan sig. — Hann gekk að liúsinu til mannanna tveggja,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.