Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Side 8

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Side 8
FULTON OURSLER Hrópið í T ipNN 14. apríl 1912 var ég að vinna seint um kvöld við skrifborð mitt hjá Balti- more-blaðinu „American“. Það var komið langt fram yfir mið- nætti, þegar ég lagði til hliðar augnahlífina mína og bjóst til að halda heimleiðis. Allt í einu hljóp dr. Shipley, kvöldritstjór- inn okkar, að innanhússíman- um og hrópaði til mannanna, sem voru að vinna niðri: - Stöðvið pressurnar! Stórt milliferðaskip hefur rekizt á ísjaka úti á reginhafi! Þá var ekki lengur um það að ræða að fara heim, því að harmsaga ,,Titanics“ var stærsta fréttin á því ári. 1 sam- bandi við það slys gerðust mörg stórfengleg dæmi um hetjuskap einstakra manna — til dæmis það, er frú Isidor Strauss hafnaði sæti í björg- unarbátnum og vildi heldur deyja með manni sínum, eða hið æðrulausa hugrekki, sem Charles Frohman sýndi, er hann heilsaði dauðanum sem hinu „mikla ævintýri". En af öllum þessum áhrifamiklu at- burðum finnst mér mest til um hin furðulegu örlög Archibalds Gracie ofursta. Þessi merkilega saga gerðist bæði á sjó og landi. Kona of- urstans var ekki með honum á sjóferð þessari, en beið eftir honum í New York, þar sem hún, eftir því sem ég man bezt, gisti á heimili vina sinna. Um- ræddan sunnudag, seint um myrkrinu kvöldiðs, var frú Gracie að lesa, eftir að hún var háttuð, og sofnaði út frá bókinni. Allt í einu heyrðu þeir, sem í hús- inu voru, nístandi óp. Fólkið þusti inn í svefnher- bergið og kom að frú Gracie í hálfgerðu leiðsluástandi. Hún hafði í draumi heyrt rödd eig- inmanns síns kalla til sín og sárbæna hana um að biðja fyr- ir sér. Hún var nú glaðvak- andi og yfirkomin af djúpri og ægilegri tilfinningu um að- steðjandi háska, svo djúpri, svo raunverulegri og ótvíræðri vitund um voða, að allar til- raunir til að sefa hina skelfdu konu urðu árangurslausar. Hún kraup niður við rúm- stokkinn og fór að biðjast fyr- ir, og þar kraup hún og bað án afláts það sem eftir lifði nætur. Það dagaði áður en hún reis á fætur, en þá var geðs- hræring hennar líka um garð gengin. Sál hennar var gagn- tekin friði, og hún sofnaði brátt. En það var ekki um neinn frið að ræða meðal hins heim- ilisfólksins. Þegar húsmóðirin og húsbóndinn voru að fá sér morgunbitann, snemma um morguninn, setti þau hljóð, er þau sáu ömurlegar, svartar fyrirsagnirnar í blöðunum — „Titanic" hafði rekizt á ísjaka í fyrstu för sinni og lá nú á hafsbotni. Hundruð, ef til vill þúsundir manna höfðu farizt. Húsráðandinn og kona hans gátu engu orði upp komið naumast litið hvort á ann^’ því að þau minntust martra0 arinnar, sem frú Gracie ha^: orðið fyrir, 'og raddarinna1, sem hún hafði heyrt í hinuF erfiða draumi sínum. f’al' vissu, að Gracie ofursti ha^’ verið meðal farþega á „Tit®11 ic“. Hvernig áttu þau að ^ sig til að segja henni frá þessu’ Þegar þau sögðu henni ^ því, furðaði þau mest á róseP1’ hennar. Skelfing næturinnar var horfin, og hún svaraði vlI\ um sínum með fullkomi111'1 stillingu: - Ég er ekki hr03' Ástvini mínum er borgið. A&- tí veit það innst í hugskoti nUulj En hvernig átti Gracie 0 ursta að vera borgið? Bju*f unarbátarnir voru allt of ^ og sumir þeirra höfðu bro^ 0<s að, og auk þess voru konur börn látin ganga fyrir. Þe^ Gracie ofursti hafði hjálP3 kK þeim að komast í bátana, hann upp á efsta þilfarið, þess að bíða þar endalokanu‘ Hann vissi, að ekki mundi $ á löngu, þangað til skíP’ sykki, og hann fann Þe*f dauðakippi þess. Og þegar sk>P ið fór að sökkva, ákvað huU^ að stökkva af því, en sðk^ ekki með því; að berjast ry lífinu til hins síðasta. Þetta var hátt stökk W aldraðan mann. Þegar hu ,i# tu kom niður í ískaldan sj°J1 kafaði hann niður og hu’ og hélt niðri í sér andan þangað til lungu hans vir tDst vera að því komin að spulUtt j Þá var það, sem hann f°r biðja, þá var það, sem br°P barst frá hjarta hans til hans og Guðs, er hann v . um fyrirbænir og hjálp- HEIMILISB LAP 1» [96]

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.