Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Síða 18

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Síða 18
augu, hin var lagleg stúlka á að gizka um tvítugt. Það er óþarft fyrir mig að lýsa henni frekar, en eitt er víst, að ég verð að athlægi, er ég skýri frá því, að ég, sem aldrei á ævi minni hafði hugsað um konur og var nú orðfnn roskinn maður, varð ástfanginn af stúlkunni — við fyrstu sýn! En satt er það samt! Ég sat þama eins og ég væri heillað- ur og gat ekki litið af stúlk- unni. Einasta ósk mín var sú, að finna eitthvert ráð til að kynnast henni. Á milli þátta opnaðist stúk- an, og sá, sem inn kom, var bróður- og fóstursonur minn! - Hvað er að tama, og þú ert hérna, frændi! sagði hann og settist þegar á tal við stúlk- una mína. Komst ég þá að því, að þau höfðu kynnzt á dans- leik. Hann kynnti mig því næst fyrir konunum sem „föður- bróður“ sinn, og þær reynd- ust mjög ástúðlegar. Stúlkan vék sér undir eins að mér og lét sem hún sæi ekki flauta- þyrilinn hann bróðurson minn. Þetta byrjaði vel, og var ég ekki lítið hreykinn af því með sjálfum mér, eins og nærri má geta. 1 fám orðum sagt, frá kvöld- inu því fór ég að hugsa um að kvænast! Ég keypti mér nýj- an frakka, lét skera hár mitt og gerðist tíður gestur í leik- húsinu, á hljómleikum o. þ. u. 1., alltaf í þeirri von að hitta konurnar þar, og oft hittist líka svo á. Þetta var nú allt saman gott og blessað. En óheppinn var ég samt. Bróðursonur minn var alltaf að flækjast fyrir mér. Ef ég kom með fjóluvönd handa Emilíu minni fögru, kom hann ævinlega með rósir handa henni. Ef ég ætlaði að fylgja henni heim af skemmtun, sagði hann alltaf: - Blessaður, vertu ekki að hafa fyrir þvi, frændi minn, ég skal taka af þér ómak- ið, og svo gerði hann það. Ég var oft í illu skapi við hann út af þessu, og hann bar ævinlega fyrir sig aldur minn. í stuttu máli sagt lenti okkur einu sinni við líkt tækifæri al- varlega saman út af þessu. Þegar hann, eldrauður í and- liti, gaf mér í skyn, að það væru engar líkur til að tvítugri stúlku gæti litizt á mig, réði ég mér ekki lengur fyrir reiði. - Jæja, látum svo vera, sagði ég, það er bezt að reyna það! Ég veit mínu viti og geri það sem mér sýnist. Ég er boðinn til borgarstjórans í kvöld, og frú Möller verður þar líka, ásamt Emilíu. - Ég líka! sagði hann ill- kvittnislega. - Já, einmitt, svaraði ég, þá getum við látið til skarar skríða. Ég spyr Emilíu, hvort hún vilji mig, og þú mátt spyrja hana fyrir þitt leyti fyrir mér. Taki hún mér, verður þú að láta þér það lynda. Taki hún þér, er öll vinátta úti okkar í milli. - Frændi! æpti hann. - Þegiðu! sagði ég. Ég er fimmtugur, en þú ert hálfu yngri og getur hæglega orðið þrjú hundruð sinnum ástfang- inn enn og hefur vafalaust orð- ið svo oft ástfanginn áður. Ég hef aldrei orðið það fyrr og hef þvi forgangsréttinn! - Já, en frændi, þú hefur ekki einu sinni komið heim til þeirra enn, hvað þá meira' sagði hann enn á ný. - Gerir ekkert til, svaraði eg> taki hún mér ekki, er það þýð' ingarlaust, taki hún mér, líður ekki á löngu, þar til ég kem þangað, — og svo tölum við ekki eitt orð frekar um þett* mál! Við skildum í reiði í fyrsts sinn, — ég fór heim og ætlað> að vinna í nokkrar stundir áð' ur en ég færi í samkvæmið. Ja' — en hamingjan hjálpi roer' Heyri ég þá ekki undir eins frá hljóðfærinu: ,,Ó, Alexis! Það var nú einmitt það, seH1 ég þurfti með! Ég var fokvondur með sjálf' um mér út í bróðurson mim1' fokvondur út í sjálfan mig °£ hálf sá eftir því, að ég hafð' verið að karpa við drengiP11' Hver var orsök i öllu þessu ■ Hver var það annar en hljóð' • færisf jandinn þarna inn1 • Hann flæmdi mig frá míuu kyrrláta lífi heima hjá mér 1 leikhúsið og þaðan inn í þetta ævintýri, og hann heldur áfraU1 að glamra, líklega þangað til hann flæmir mig alveg út ur húsinu. Ég mundi nú reyndar ekk1 biia þar sem ungur eiginma° ur, og sú hugsun sefaði reié* mína að nokkru. Svo þeg®r kvöld var komið, fór ég í boð ið til borgarstjórans. Frændi minn var komiI,ri þangað á undan mér, og vor11 kveðjur okkar fremur kaldar' Þegar Emilía kom, fegurri eí> nokkru sinni áður, gekk samstundis til hennar og g!1 * um, að hann kæmist ekki a - Ekki missir sá, sem fyrst' ur fær, hugsaði ég með mér °-e 19 [106] HEIMILISBLA9

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.