Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 24
— Guy de Maupassant Framhaldssaga ~ n. ]VrO hófst dásamlegur tími hjá Jenný. Hún lifði frjálsu og óháðu lífi. Hún mátti lesa, sökkva sér niður í drauma sína og reika ein um úti í náttúr- unni. Hún gekk eftir veginum í djúpum hugsunum, eða hún hljóp rösklega um dalverpin. 1 hlíðunum óx mergð af gulum blómum. Sterkur, sætur ilmur þeirra steig henni til höfuðs eins og dýrindis veigar, og til- breytingarlaus niður sjávar- ins róaði huga hennar. Stundum henti hún sér dauðþreytt í grængresið, og stundum gagntók hana ólýs- anlegur fögnuður, þegar hún sá blika á hvít segl úti á sól- björtum sænum. Það var eins og hún skynjaði, að hamingju- dísin biði hennar í fjarlægð. Þetta ferska, angandi hérað, þessi endalausi sjóndeildar- hringur vakti hjá henni ómót- stæðilega þrá eftir einveru. Stundum sat hún hreyfingar- laus á hæð tímunum saman, svo að villtar kanínur hopp- uðu óttalausar - við fætur hennar. Oft hljóp hún meðfram sjón- um og lét hressandi hafvindinn leika um sig. Það fór um hana gleðiskjálfti, þegar hún gat hlaupið lengi án þess að þreyt- ast. Þá fannst henni hún lík fiskum, sem syntu í sjónum og svölunum, sem flugu yfir höfði hennar. Alls staðar átti hún minn- ingar. Minningarnar voru eins og sáðkorn, sem sáðmaður gengur út og sáir. Þær skutu rótum og þroskuðust. Það var eins og hún skildi eftir hluta af sjálfri sér í hverri vík og á hverri hæð þessa fagra hér- aðs. Það var henni sönn ástríða að baða sig í sjónum. Hún synti stundum svo langt frá ströndinni, að það var tæpast hægt að sjá hana frá landi. Henni datt ekki í hug, að það gæti verið hætt.ulegt. Henni fannst svo gaman að synda í köldum, bláleitum sjónum, sem vaggaði henni á öldum sér. Þegar hún var kom- in langt út, lagðist hún á bak- ið með krosslagða handleggi og starði upp í bláan himininn, þar sem svölur og sjófuglar flugu um á þöndum vængjum. Ekkert hljóð heyrðist nema fjarlægur brimniður við ströndina og ógreinileg suða frá landi, sem tæpast var þó hægt að greina. Svo lyfti Jenný sér upp í sjónum og rak upp gleðióp, um leið og hún skvetb í kringum sig með höndum fótum. Það kom fyrir, að hún syP*1 svo langt út, að bátur var sendur frá landi til þess að sækja hana. Svo kom hún aftur til heri-8' garðsins, sársvöng, en létt °f> fjörleg, með bros á vörum °% i augum. Hún var geislandi ^ hamingju. Baróninn var stöðugt ^ íhuga nýjar umbætur i lan^' búnaðinum. Hann vildi ger9 tilraunir, koma á breytingu111’ reyna nýja landbúnaðarvél, útlend kynbótadýr, og hanJ1 eyddi miklum hluta af degrir um í viðræður við bændurn®’ sem hristu vantrúaðir höfn® við uppástungum hans. Hann fór líka oft út á sj^ inn með sjómönnunum ^ Yport. Hann hafði farið uia allt héraðið fram og aftur ætlaði nú að stunda sie mennsku sem óbreyttur sj° maður. Þegar byr var góður, þrútn uðu seglin og sjórinn freyó^1 um bógana, er báturinn bruu aði áfram. Torfur af m^ ríl eltu línuna, sem sett var útbyrðis og sökk diúpt nióul' í sjóinn. Baróninn hélt í grarU]8 snúruna og fann, hversu 1'^ sem fiskurinn kippti í linurlíl' Á tunglskinsbiörtum nótturíl greiddi hann úr línunni, sel^ veitt var á um kvöldið. P að og var honum sönn nautn heyra bresta í mastrinu hressandi hafvindinn þjóta reiðanum. Og þegar hann haf® komið auga á mið, klettadraf^' kirkjuturn eða vitann við ^ camp, þá naut hann þess 9 sitja hreyfingarlaus og hor [112] HEIIÍILISBLAP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.