Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 10
er auðvitað sárt, er það ekki? En ég veit, hvemig á að lækna það. Þetta batnar bráðum. Þegar svo búið er að binda um fingurinn, lítum við á hann viðurkenningaraugum. Síðar gætum við ef til vill hvatt hína særðu hetju til að sýna fing- urinn með nokkru stolti og segja pabba frá atburðinum, hvað þetta hafi verið sárt og hvað hann hafi grátið mikið í fyrstu. Ef farið er þannig að, hverfur óttinn af sjálfu sér og ekkert verður eftir, sem valdið geti óeðlilegum ótta í fram- tíðinni. En svo getur farið, að hund- ur, sem fram hjá fer, gelti að barninu þínu, svo að það verði dauðhrætt, en sé horfinn úr augsýn, þegar þú kemur á vettvang. Þú kemst ekki að því f.yrr en síðar, að barnið þarf ekki annað en sjá hund, til þess að verða yfir sig hrætt. Þá er orðið um seinan að bregðast við því atviki á sama hátt og gert var við meidda fingurinn, og er þá ráðlegt að reyna að vinna bug á hræðsl- unni með því að stofna til at- vika, sem veiti barninu aftur hið fyrra hugarjafnvægi. Það hefur ef til vill gaman af að horfa á hund álengdar, ef haldið er á því í fanginu á meðan. Einnig getur verið skemmtilegt að horfa út um glugga á einhvem annan leika sér við hund. Sögur, myndir og leikföng geta gert sitt gagn. Viðfangsefni þitt er að stuðla að því, að hjá barninu skapist sem flestar skemmtilegar end- urminningar í sambandi við hunda. Að lokum munu þær verða óttanum yfirsterkari. Það gerir aðeins illt verra að reyna að lækna ótta hjá ungu barni með því að neyða það til að taka aftur þátt í at- viki, sem vakið hefur hjá því hræðslu. Vissasti vegurinn til að sigrast á hræðslu þess er að koma inn hjá því skemmtileg- um endurminningum um það, sem vakið hefur hræðsluna. Börn, sem þjást af ótta, eru hjálparþurfi. Þau þarfnast vit- neskju um, að þú skiljir ótta þeirra, þótt þú takir ekki þátt í honum. Þú gætir til dæmis leyft þeim að hafa ofurlítið Ijós hjá sér í herberginu á kvöldin, svo að þau geti gengið úr skugga um, að ekki sé tígris- dýr í felum undir stólnum. En þau verða Hka að fá að vita, að enda þótt tígrisdýrið sé þar og þau sjái það, sért þú alls ekkert hræddur og sért fús til að vera hjá þeim ofurlitla stund og skilja dymar eftir opnar. Þegar barnið fer að átta sig betur á raunveruleikanum, vex það smám saman upp úr þess háttar ótta, ef enginn elur á honum hiá því með sinni eigin hiátrú. Ef barni er strítt eða einhver sérstök tegund ótta er fest í huga þess með því að stagast á henni aftur og aftur. getur svo farið, að óttinn verði hluti af hugmynd barnsins um sjálft sig. Það er tiltölulega auðvelt að skilia og ráða fram úr ótta, sem barnið hefur tekið eftir öðrum, ótta, sem stafar af skyndilegu ofboði og ótta við það, sem óbekkt er og óvenjulegt. Á slíkum ótta má vinna bug með þolinmóðri leiðbeiningu, sið- ferðilegri hjálp, þátttöku í hug- hreystandi athöfnum og leið- beiningu í því, hvemig bregð- ast eigi við háska. Með því þroskast smám saman dón1 greind barnsins og traust. En flestir foreldrar verða Þ° varir við ótta, sem miklu ' /4 iðara er að henda reiður á, a ur en böm þeirra komast fullorðinsár. Slíkur ótti urspeglar djúpstæðar áhyg^ ur, sem eru samfara vissa111 aldursskeiðum barnsins. Pa getur orðið mjög torvelt v1^ fangs að grafast fyrir um, hva liggi til grundvallar þess háh ar duldum ótta. ' 6' Nokkrar algengustu ástfS urnar til slíks ótta felast a ( meira eða minna leyti í eft'r farandi hugmyndum: - Foreldrar mínir elska ^ ekki, eða þeir mundu ekki Seíí. það ef þeir vissu, hvað eg a ^ gert (eða hugsað, eða jafr>ve dreymt). - Ég mun missa mo mína eða pabba; þau ætla ^ fara frá mér, eða senda rm£ burtu. - Eg bata það fólk, sem þykir einnig vænt um. ^ vondur. en get ekki að þvi g® - Það er til ýmislegt 1Í° eða leynilegt, sem ég er hrm° ur við eða blygðast mín f^ að vita um. Til allrar hamingju ge ,j itiia1 tð við oft hiálpað börnunum að sigrast á þessum djúpst03 óttaefnum. Við skúlum hta pB' í aa1 oí hvað þar er um að ræða. er skortur á kærleika, ótti rnissi, sektarmeðvitund blygðun, ótti um heiðarh1 og gildi sjálfs sín, bæði Pe sónulega og andlega. f Bezta vörnin gegn þessa . • auðvitað að fyrirbyggj3’ slíkur ótti geti komið til greríl Það barn, sem finnur ð*1*® f lega, að því er unnað, þa^ HEIMILISB lap íf [98]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.