Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Síða 14
vörunum hennar gætu komið annað en blíð og ástúðleg orð, — nú, svo að ég tali greini- lega, þá varð ég brátt úr hófi fram ástfanginn af stúlkunni, — Elsa hét hún, — og ekki var annað að sjá, en að henni geðjaðist vel að mér líka. Ég gerði mér allt far um að vera í návist hennar í hverju sam- kvæmi, er við tókum þátt í, og á dansleikjum dansaði ég við hana. Við öll þessi tæki- færi var ég svo stimamjúkur við hana, sem mér var fram- ast unnt. Hún brosti þá ávallt og svaraði mér með sinni blíðu rödd, svo feimnislega, að ég varð æ drukknari sem lengur leið. Eftir nákvæma yfirveg- un varð ég loks staðráðinn í að biðja hennar við fyrsta tækifæri, sem gæfist. Það, sem mér geðjaðist eink- um vel í fari hinnar fríðu meyjar, var hið barnslega og auðmjúka viðmót hennar við föður sinn. Ég gat vart hugsað mér annað geðfelldara en svör- in hennar, þegar gamli mað- urinn áminnti hana um að unna sér hvíldar í dansinum eða bauð henni eitt eða ann- að. Hún svaraði ávallt: - Já, elsku pabbi minn! Þá hugsaði ég ánægjulega með sjálfum mér: Góð dóttir er góð eigin- kona. Einn regnviðrisdag í febrúar- mánuði hafði ég einsett mér að láta nú annað hvort verða af bónorðinu eða ekki. Það átti að halda samsöng um kvöldið, og svo skyldi dansað á eftir, og var það hið ákjósanlegasta tæki- færi fyrir mig. Ég hugðist láta ástarjátningu mína berast með hljóðöldum hljómlistar- innar í eyru hennar. Ég bjó míg sem bezt ég kunni í við- hafnareinkennisbúning minn með glitrandi axlaskúfum, og yfir alla þessa dýrð steypti ég svo foringjakápunni minni. Að svo búnu lagði ég af stað til samkomustaðarins. Ég var óvenjulega laglegur maður í þá daga, — þér þurfið ekki að brosa svona kímilega, frú mín góð. — Nú, jæja, það var hrá- slagarigning og mikill aur og bleyta á götunum, svo að kven- fólkið ók í vögnum til sam- söngsins, eins og gefur að skilja. Ég hitti vel á, því að ein- mitt þegar ég kom, sté faðir ástmeyjar minnar út úr vagni fyrir framan mig og hjálpaði dóttur sinni út. Ég stóð þarna nokkuð nálægt og ætlaði ein- mitt að kasta á þau innilegri kveðju, með þeirri sælumeð- vitund, að í dag ætlaði ég að létta á hjarta mínu fyrir henni. I þeim svifum vildi það óhapp til, að dragið á rósrauða kjólnum hennar festist á vagn- þrepinu, og á meðan faðir hennar var að reyna að losa það, rifnaði stórt stykki úr leggingunni. Þá heyrði ég, þó að ég ætti bágt með að trúa eigin eyrum, hljómþýðu rödd- ina, sem ég hafði svo oft heyrt segja: já, já, elsku pabbi, rjúka upp á föður sinn gamla í mjög höstum og hranalegum tón og segja: - Gáðu að hvað þú gerir, maður, — alltaf ertu jafn klaufalegur og óþolandi! Og með þessum orðum er saga mín á enda. Ég sagði ekki eitt einasta orð, en sneri um hæl heim aftur. Ég hafði heyrt og séð nóg. Nóg til þess að láta mér aldrei koma til hugar að nálgast þessa stúlku fram- [102] ar, og meira að segja nóg $ þess að þakka Guði fyrir, hann veitti mér tækifæri ^ þess að heyra með eigin eyr' um, hvemig fagri fuglinn söng' þegar hann hélt, að engin11 veitti sér eftirtekt. Þetta var ekki mitt fyrsta heldur mitt síðasta gi^” ingarsjúkdómskast. Hún he*' ur víst undrazt það, hvers11 skyndilega ég hvarf af sjón&' sviðinu, og að líkind*m hefur henni sárnað það, býst ég Reyndar gekk hún síðar að ei0a einbeittan majór, gildan holdugan, og hann hefur vaf® laust haft vit á að verja st(‘ Þetta er nú ástæðan til þesSl að ég er piparsveinn, og mör^ ung stúlka gæti af þessu lsert' því að enn eru ungar stúlkuí til, sem í danssalnum eru eOÍ^ - * ar, en heima eitthvað anna°' Þetta er mín saga. Ekki eí hún skáldleg, en hún er sÖnP' I n. - Nú er röðin komin að y^ ur, herra yfirkennari. Yfirkennarinn kippti í höku toppinn, blés ósýnilega fisöí11 af bláa klæðisfrakkanum slI\ um, hagræddi sér hátíðleg® sætinu og hóf sögu sína. - Frá því, er ég var l1*1 drengur, hef ég haft mik^' mætur á reglusemi í öllu^ greinum og þar af leiðandi ha megna andstyggð á öllu hirðu leysi og óreglu, hvort það er í stóru eða smáu. Þegar á fyrstu skólaárUlí> mínum var ég ákaflega ref^u samur. Ég raðaði öllu nákvselU lega niður í skólatöskuna mrI1f' eftir ákveðnum reglum, og gat grátið beisklega • heimilisblap^

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.