Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 16
ingjudögum? hugsaði ég með sjálfum mér og kastaði þegar kveðju á hina fögru mey álengdar, er ég sá hana koma á móti mér á ísnum. Hún var þá þegar með skaut- ana á fótunum, — embættis- bróðir minn, sá er ég gat um áður, sem og var tíður gestur á heimili hennar, — hafði leyst mig frá þeim geðþekka greiða að spenna á hana skautana í þetta sinn, og var það óregla, sem undir eins kastaði skugga á gleði mína þenna sólbjarta dag. Samt sem áður heilsaði ég litla syndaranum alúðlega og ætlaði að segja nokkur skrúð- yrði í því sambandi. En þá sá ég það, sem ég var ekki við- búinn! Ég freistaðist til að nudda augun og gerði það líka, en það var sama, ég gat ekki nuddað burtu staðreyndina raunalegu, — hnappinn vant- aði enn! Mér varð svo mikið um þessa sjón, að það var eins og mér hefði verið gefinn ræki- legur löðrungur. Framtíðar- heimili mitt sveif fyrir hug- skotssjónum minum eins og í þoku, meðan ég renndi mér áfram með þessa laglegu stúlku _ við hlið mér, og þá sá ég ryk- ug blóm, skakkar myndir á veggjunum, bækur, lausar í bandinu, á víð og dreif, og sem kórónu á öllu þessu sá ég, að það vantaði hnappa, ekki ein- göngu á vetrarkápu konunnar minnar, heldur á — fötin mín — sú hugsun nægði til þess, að köldum svita sló út á enni mínu, — mér sortnaði fyrir augum og ég nam staðar. Föru- nautur minn gerði hið sama, eins og gefur að skilja. - Ungfrú góð, sagði ég dimm- róma, — ég verð að beiðast leyfis yðar til þess að fara heim, því að ég er illa fyrir- kallaður til þess að halda áfram í dag. Ég valdi orðin „illa fyrir- kallaður“ með vilja, því að ég hafði andstyggð á þeirri neyð- arlygi, að ég væri lasinn. Ég ætlaðist til, að hún bæði fyndi það og renndi grun í, að hún væri orsökin í skapbrigðum mínum. Unga stúlkan rak upp stór augu. - Afsakið! sagði hún kuldalega — og ekkert annað, °g þegar ég lét undan minni síðustu veiklun og rétti henni höndina í kveðjuskyni, flýtti hún sér að troða höndunum inn í handskjólið, sneri sér fljótlega við á skautunum og þaut á burt. Án efa var hún reið, — og frá hennar sjónarmiði var það líka eðlilegt, — en ég gat ekki farið öðru vísi að. Ég leysti af mér skautana og fór heim. Ég var ekki góð- ur við skóladrengina daginn þann. Morguninn eftir fannst mér ég aftur vera frjáls mað- ur. — Jólaleyfið var byrjað. Ég fór út á skautabrautina á hárréttum tíma, eins og gef- ur að skilja. Ég leit allt í kring- um mig og sá, að margt var þar um manninn. — En hún var þar hvergi. Ég beið í fullar tíu mínútur, en til einskis. Forlögin hrifsuðu af mér síðasta yfirspilið, sem ég ætlaði að nota. Ég gat ekki gengið úr skugga um, hvort hún hefði fest á sig hnappinn eða ekki, og ég veit það ekki enn í dag. 1 fám orðum sagt, hún hef- [104] ur, vegna geðvonzku minnai-! sem hún ekki gat skilið, séð nokkrar framtíðarmyndir svífa fyrir sér, og svo varð hún ntf1' fyrri til að draga sig í hlé. Mánuði síðar trúlofaðist há15 embættisbróður mínum. Hvernig hjónaband þein'3 hefur orðið, — hvort han11 hefur þurft að kvarta um slit»a hnappa, — er mér ókunnuí*' um, því að ég sótti um stöða við annan skóla og fékk hana' Litli hnappurinn varð mer þannig að ásteytingarsteini °$ loks að bjargi, sem ég hef ekk’ getað lagt lífsleið mína yfir’ Ég varð að leggja inn á aðrar brautir, sagði yfirkennarim1' nokkuð klökkur, að lokum- III. - Þá er komið að yður, herra skrifstofustjóri, sagði frúin- Skrifstofustjórinn var mað ur fremur lítill vexti og jafn an fámáll, en öðru hvoru hann fjörgað samræðurn31 með ákaflega kímilegum sViP breytingum. Hann hóf sögu sína, vandræðalegur á svipinn: - Ég var kominn um fim111 tugt og hafði aldrei hugsað 111,1 kvonfang í raun og vei'U- æskuárum mínum varð ég a berjast við basl og bágindi gat ekki hugsað hærra en Þa^' að búa svo í haginn fyrir m1?' að ég gæti áttáhyggjulausaeÞ1 daga. Ég hafði þá aldrei f;°11 til að líta í kringum mig, hv°r ég fyndi nokkra stúlku, er fl’ væri til að gera líf mitt ara eða súrara eftir ást0eðuríl Þegar ég hafði fengið stð^ með þolanlegum launum, HJEIMILISBLAP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.