Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Síða 12

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Síða 12
fannst hreinasta afbragð. X. undirkennari bjó í gömlu húsi, sem byggt var á 18. öld, dimmu og fráhrindandi greni, sem okkur fannst sannarlega hæfa honum vel. 1 því voru alls kon- ar krókar og afkimar, svo að mest líktist völundarhúsi, og auðvitað var það mjög illa upp- lýst, eins og títt var í þá daga. Þá voru ekki til rafmagnsdyra- bjöllur, en hjá X. var gamal- dags dyrabjalla með vírstreng, og var handfangið utanvert við útidyrahurðina og hékk allhátt uppi. Það var niðdimmt rigning- arkvöld í desember. X. kenn- ari var að leiðrétta stíla og saup öðru hverju á toddýglasi, sem hann hafði hjá sér. Hann var því ánægðari sem hann áleit sig geta leiðrétt hrapal- legri villur út á spássíurnar. Allt í einu var bjöllunni hringt harkalega. X. gekk fram í anddyrið og lauk upp dyrun- um, en sá engan. Hann kallaði út í myrkrið, en fékk ekkert svar. - Ómerkilegur hrekkur, hugsaði hann og sneri aftur til vinnu sinnar. Hann var naum- ast setztur aftur við skrifborð- ið, er sama fruntalega hring- ingin var endurtekin. X. lædd- ist hljóðlega fram að dyrun- um og opnaði eins snöggt og hann gat. Hringingin hætti, en hann sá engan mann. Hann gekk út á tröppurnar og hélt fast um innri snerilinn á hurð- inni, því hann var skíthrædd- ur, enda samvizkan ekki sem hreinust — það höfðu nefni- lega margir gamlir nemend- ur heitið honum líkamlegri áminningu. Sérstaklega átti það við um nokkra pilta, sem hætt höfðu í fimmta bekk og farið á sjó, stóra og sterka pilta, sem áreiðanlega hefðu ekki tekið á honum með silki- hönzkum, ef því hefði verið að skipta. Hann kallaði upp, að hann skyldi læsa garðshliðinu og kalla á húsvörðinn, ef þessi friðarspillir héldi áfram áreitn- inni. En myrkrið var þögult. Fossaföll rigningarinnar voru eina hljóðið, sem heyrðist. Hann gekk inn og bölvaði. Á næsta augnabliki hófust ólætin aftur. X. náði sér i ljós- ker að vopni og gekk út, nötr- andi af hræðslu, til að leita að húsverðinum, sem bjó hin- um megin við ósléttan húsa- garðinn. Hann skildi dyrnar eftir opnar til vonar og vara, svo að hann gæti flúið við- stöðulaust inn aftur, ef á hann skyldi verða ráðizt. Þegar dyrnar voru opnar, var hand- fang bjöllustrengsins í hvarfi bak við hurðina. Ég bið les- andann að taka vel eftir því. Eftir fáeinar mínútur kom hann aftur með húsvörðinn, og þeir rannsökuðu í samein- ingu, hvort nokkur hefði get- að falið sig í einhverju af þeim ótölulegu fylgsnum, sem um- kringdu húsagarðinn. En það bar engan árangur. Milli tveggja útihúsa var mjótt sund, sem lauk við grindverk, er aðskildi húsagarðinn og trjágarð nágrannanna. Ur því voru að vísu horfnir nokkrir spelir, en það var útilokað, að nokkur maður hefði getað troð- ið sér gegnum það op. Þeir urðu að hætta leitinni; hús- vörðurinn fór aftur heim til sín, og undirkennarinn settist votur og kaldur við skrifborð sitt og vinnu. tlOOJ Á sama a ugnabliki hófust hringingarnar á nýjan leik' ennþá djöfullegri en áður, haf' slíkt verið mögulegt. X. lsedd' ist fram aftur, en árangurú111 varð hinn sami. Rósemi haus var að þrotum komin. Hana var farinn að verða hjátrúar fullur. Þannig héldu hringingarnar áfram alla nóttina. X. kom ekk1 dúr á auga. En um morguninn sá þj011, ustustúlkan hans, hvernig 1 öllu lá. Við handfangið 11 bjöllustrengnum hafði veri^ bundið gríðarstórt kjötbei11' Og þegar hún opnaði garðs hliðið, til þess að sækja rjóra9 út í morgunkaffið út í mjólk urbúðina, skauzt Gosi, sei11 allir þekktu, út á götuna, hafði nærri því rutt stúlku tötrinu um koll í hinni tann1 lausu frelsisþrá sinni. Við höfðum, félagi minn ég, fylgzt með framvindu a* burðanna frá öruggum stað 9 gangstéttinni fyrstu klukku tímana um kvöldið, frá okku' numdir af kátínu, en að lokuU þreyttumst við á því, og Þ9' sem garðshliðið var læst, ul um við að láta atorku og ág®6*3 matarlyst Gosa um áfra119 haldið, en við sáum hann fyrlf hugskotssjónum okkar stökkv upp aftur og aftur með óþrot legri hundaþolinmæði, bíta lU í kjötbeinið og rykkja í Þ9. með gráðugum og glefsa11 kjafti, því að beinið var ný4, úr kjötbúðinni, og utan a Þ' hékk heilmikið lostæti. Nokkrum dögum síðar v°r um við úti á götu með G°s^ félagi minn og ég. Þá kom ^ undirkennari á móti okkur stílabækurnar sínar url HEIMILISBLAPiP

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.