Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 22
legri og reiðilegri, og hann var orðinn sótrauður í framan. - Ég sit hér önnum kafinn . . . byrjaði hann. - Við skulum koma okkur burtu! æpti Prisjagin. I sama vetfangi heyrðist úr næsta herbergi, sem auðkennt var með skilti, er á var letrað: M. F. Imeninski, svo voðalegt öskur, að þeim fannst hjartað frjósa í brjósti sér. Dymar opnuðust og nýr sjúklingur ruddist inn. - Ég er búinn að fyrirbjóða það þúsund sinnum, hrópaði hann til sjúklingsins, sem kall- aði sig Patrikejeff, að hver sem hafa vill taki bílinn! Nú þarf ég að nota hann, en þá er hann horfinn! - Við skulum koma okkur burtu! sagði Prisjagin aftur og dró Devotsjkin út með sér. Bak við þá heyrðist æðis- gengið öskur. - Ég þarf að komast upp í sveit, en bíllinn sést hvergi! Skriffinnarnir hlupu eins og fætur toguðu niður stigann og hnigu magnþrota niður á bekk í anddyrinu. - Púha! sagði Prisjagin. Fyrr skal ég láta hengja mig en ég stígi nokkurn tíma framar fæti mínum inn í vitlausra- spítala. Við vorum staddir í yfirvofandi lífsháska. - Já, ég vissi það, svaraði Devotsjkin mannalega, en ég vildi ekki segja þér það, til þess að gera þig ekki hræddan. Klukkan í anddyrinu sló fjögur. Og á sömu stundu tóku sjúklingarnir uppi að ryðjast fram að fatahenginu með skjalamöppur undir handleggj- unum eins og heil hjörð af bísonuxum. Devotsjkin og Prisjagin þrýstu sér ‘skelfingu lostnir upp að veggnum. Þegar sjúk- lingarnir voru komnir út á götu, dró Devotsjkin andann léttar og sagði: - Nú fara þeir út, til að fá sér ferskt loft. Það er afbragðs fyrirkomulag á öllu hér á hæl- inu. Reglusemin er til hreinn- ar fyrirmyndar. Þegar vinirnir komu út á götuna, komu þeir auga á skilti, sem þeir höfðu ekki tek- ið eftir, þegar þeir komu. r-------------------------\ SILOSTAN V otheysvinnsluf élag L_________________________j En þar sém þegar var orðið áliðið dags, og greinin um fá- vitahælið átti að vera tilbúin fyrir kvöldið, lýstu vinirnir samvizkusamlega öllu þvi, sem þeir höfðu séð og heyrt, og kölluðu greinina ,,I heimi fá- vitanna". Greinin var prentuð í ,,Tima- riti um taugasjúkdóma fyrir almenning", og þótti með af- brigðum góð. Hinn mikilsmetni geðveikralæknir Titanusjkin skrifaði ritstjórninni á þessa leið: - Ánægjulegt að lesa grein, þar sem athöfnum og framkomu fávitanna er lýst svo rétt og ýtarlega sem hér er gert. Þegar Kristur sigraði Satan, sigr- aðist hann á óttanum. Þegar mað- urinn skipar sér við hlið Krists, hverfur óttinn. Romano Guardini. Hið sanna hugrekki hlýtur að vera í því fólgið, að sálin sé að þvi kom- in að yfirbugast — en yfirbugist þó ekki. G. K. Chesterton. Brúðhjónin á heimleið. HEIMILISBLAP,l) [1103

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.