Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Síða 28

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Síða 28
Jennýar, eins og hann vildi kveðja hana innilegar en hitt fólkið. Barónsfrúnni fannst hann rr>jög elskulegur maður, og sér í lagi var framkoma hans að- laðandi. Maður hennar sagði: - Já, ég er á sama máli. Þetta er mjög siðprúður ungur maður. 1 næstu viku var honum boð- ið til miðdegisverðar. Upp frá því kom hann reglulega í heim- sóknir. Venjulega kom hann seinni hluta dags um fjögur leytið, heilsaði upp á barónsfrúna í trjágöngunum, bauð henni arminn og leiddi hana í göngu- ferðum hennar. Þegar Jenný var úti, leiddi hún líka móður sína, og þau gengu öll þrjú um trjágöngin fram og aftur. Og þá varð honum býsna oft litið til ungu stúlkunnar. Stundum fóru þau með baróninum nið- ur til Yport. Kvöld nokkurt, þegar þau gengu niður með sjónum, kom Lástiquie gamli til þeirra og sagði, án þess að taka pípuna út úr sér: - Ef þennan árans vind læg- ir, ætti maður auðveldlega að komast til Étretat og heim samdægurs, herra barón. Jenný klappaði saman hönd- unum af gleði og sagði: - ó pabbi, mikið væri það gaman! Baróninn sneri sér að de Lamare greifa. - Hvað segið þér, greifi? Vilj- ið þér koma með okkur? Ferðalagið var ákveðið þeg- ar í stað. 1 dögun var Jenný komin á fætur. Hún varð að bíða eftir föður sínum, sem var seinni að klæða sig. En loksins voru þau tilbúin. Þau fóru þvert yfir jafnlendið, enda þótt þau hefðu vindinn í fangið. Og síð- an fóru þau í gegnum skóginn, sem ómaði af fuglasöng. Greif- inn og Lastiquie gamli sátu á akkerisvindu og biðu. Tveir sjómenn hjálpuðu þeim til þess að ýta bátnum á flot. Þeir settu bökin undir borð- stokkinn og ýttu á af öllum kröftum. Báturinn mjakaðist hægt áfram eftir fjörugrjótinu. Lastiquie lét nokkra hlunna, smurða með feiti, framundan kjölnum, tók sér síðan stöðu hjá hinum mönnunum og kall- aði ,,obbas“, til þess að átök þeirra yrðu samstilltari. Þegar báturinn var kominn niður í hallann, rann hann við- stöðulaust áfram eftir f jörunni. Svo stanzaði hann í flæðar- málinu, og allir fóru um borð og settust á þófturnar, nema sjómennirnir tveir, er ýttu á flot. Léttur og stöðugur vindur frá hafi gáraði hafflötinn. Segl- ið var sett upp, það bærðist hægt fyrir vindinum, og bát- urinn skreið áleiðis yfir bylgj- ur hafsins. Langt úti við sjóndeildar- hringinn virtist himinn og haf renna saman í eitt. Hjá landi kastaði brött sjávarbrúnin stórum skugga út á sjóinn, en sólskinið baðaði grænar hlíð- arnar fyrir ofan. Aftur undan bátnum sáust greinilega brún segl, sem sköguðu fram hjá hafnarmynninu í Fécamp, og framundan sást undarlegur klettur, er líktist einna helzt stórum fíl, sem rak ranann niður í sjóinn. Það var Étretat. Jenný sat og hallaði sér út fyrir borðstokkinn. Hún var næstum því dáleidd af a^ horfa á bylgjurnar. Það var aðeins þrennt í heiminum, sefl1 að hennar dómi fól í sér íeS' urð: Ljós, víðátta og haf. Allir þögðu. Lastiquie gaifll' sat við stýrið. Hann fékk s®r öðru hverju sopa úr flöskU' sem var geymd undir þóftun111' og tottaði pípu sína, sem aUre’ slokknaði í, enda þótt eng^ sæi hann troða í hana tóbak1 eða kveikja á eldspýtu. gamli sjómaðurinn reykti ekk1 aðeins pípu, það mátti sjá haHa öðru hverju spýta mórauðu sjóinn. Baróninn sat fram í og lelt eftir seglinu. Jenný og gre1^’ inn sátu hlið við hlið. Aug11 þeirra mættust annað veifi^’ eins og leyndardómsfullU töframáttur væri þar að verk1, Umhverfis þau flögraði ósý111 legur vefur ástarinnar. voru svo hamingjusöm, Þat sem þau sátu hlið við hlið, e til vill vegna þess, að þau hugs uðu stöðugt hvort um anna^' Sólin hækkaði á lofti, ret* eins og hún vildi sjá sem út yfir hafflötinn. En hafið sveipaði sig feimið í sviflet:t3 þoku, sem huldi það að nokkrU sterkum sjónum sólarinnar' Þoka þessi dró ekki úr útsý11 inu, en gaf sjóndeildarhring1^ um meiri mýkt. En hinn andi eldhnöttur hækkaði ste^ ugt á lofti og eyddi smátt smátt þokunni. Jenný hvíslaði hrærð í hv£a - En hve hér er dásamle^ Og greifinn svaraði: - Já, hér er dásamlegt- Fegurð morgunsins vakið bergmál í hjörturl þeirra. H*IMILI8BLAp,P h^ [116]

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.