Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Side 30

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Side 30
Drungi hafsins gerði þau þögul. Að lokum sagði Jenný: - En hve það hlýtur að vera gaman að ferðast! Greifinn svaraði: - Já, en það er ekki eins skemmtilegt að ferðast einn, og vera með öðrum. Þá er hægt að ræða saman um það, sem fyrir augun ber. Eftir augnabliks umhugsun mælti hún: - Það er rétt, en mér þykir afar gaman að fara ein í göngu- ferðir. Það er svo dásamlegt að láta sig dreyma — aleina. Hann horfði á hana lengi og hvíslaði: - En það er líka gaman fyrir tvö að láta sig dreyma. Hún leit undan. Var þetta bending? Ef til vill. Hún horfði út á hafið, og svo sagði hún hægt: - Mig langar til Italíu — og til Grikklands — já, til Grikk- lands — og til Korsíku! Þar er svo villt og svo fallegt! Hann kaus Sviss vegna alpa- kofanna og vatnanna. En hún bætti við. - Nei, mér þykir vænzt um fersk lönd, eins og Korsíku, eða gamalt og minningaríkt land, eins og Grikkland. Það hlýtur að vera dásamlegt að ferðast um og sjá þá sögustaði, sem við lærðum um sem börn og margir og miklir atburðir gerðust á. Greifinn, sem var ekki eins áhugasamur, mælti: - England hefur mikið að- dráttarafl fyrir mig. Það er land, þar sem mikið er hægt að læra. Og svo ferðuðust þau í hug- anum um heiminn og ræddu um kosti hvers lands, allt frá heimskautalöndunum til hita- beltislandanna. En að lokum urðu þau sammála um það, að Frakkland væri dásamlegasta land í heimi. Síðan þögðu þau á ný. Sólin lækkaði stöðugt á lofti og leit nú út eins og rennandi blóð. Hrífandi björt ljósrák lá frá yztu sjónarrönd að bátn- um. Vindinn lægði, og það gerði logn. Seglið, sem ekki bærðist lengur, litaðist rauðum bjarma. Nóttin var skollin á í fullkom- inni þögn og kyrrð. En svo kom allt í einu sval- ur gustur frá hafi og gáraði sjávarflötinn. Það var eins og hinn deyjandi eldhnöttur væri að senda frá sér friðarandvarp yfir heiminn. Myrkrið stóð ekki lengi. Stjörnur næturinnar komu í ljós. Lastiquie gamli greip ár- arnar, og þá sást, að sjórinn logaði allur af fosfórbjarma. Jenný og greifinn sátu hlið við hlið og virtu fyrir sér þennan flöktandi Ijóma, sem sást í kjölrák bátsins. Þau voru nið- ursokkin í hugsanir sínar og gerðu sér ekki grein fyrir að fleiri væru í bátnum en þau. Jenný lagði hönd sína á þóft- una, en hann kom við hana eins og af tilviljun. Hún hreyfði sig ekki, var aðeins undrandi og hamingjusöm. Þegar hún um kvöldið var orðin ein í herbergi sínu, varð hugur hennar svo bljúgur og hrærður yfir því, sem skeð hafði um daginn, að hún fann þörf hjá sér til þess að gráta. Hún virti fyrir sér borðklukk- una, og þá fór hún að hugsa um það, að litla býflugan sló fram og aftur líkt og mannS' hjarta, hjarta vinar, og að bý' flugan yrði vitni að öllu hennar, og að hún mundi me^ taktföstum slögum mæla tím' ann fyrir hana, jafnt í gleði sorgum. Og svo stanzaði hn11 gylltu fluguna,til þessað þrýst® kossi á vængi hennar. Hún ga* faðmað og kysst hvað sem var' Henni kom í hug, að einhverS staðar niðri í skúffu var þrúð11 frá bernskuárum hennar. Hul1 leitaði hana uppi, virti hap8 fyrir sér með fögnuði, eins 0s þegar maður sér aftur kserar æskuvin. Hún þrýsti brúðunf1* upp að brjósti sér og kys^1 kinnar hennar og hár. Á meðan hún hélt á brú® unni í faðmi sér, fór hún a^ hugsa. Var hann brúðguminn, seI1' góðar vættir höfðu lofað henp| og forsjónin í gæzku sinni ha^' úthlutað henni? Átti hún a iui*1 ■ðs fórna öllu lífi sínu þess manni ? Áttu þau eftir að veri eitt og sameinast í því asta, sem til er á þessari j°r — ástinni? Hún var ekki ennþá ga£I' tekin af þeirri hrifningu, seífl hún áleit, að væri merki ástar innar, en þó gat hún eij hrundið honum úr huga • sl1^ um. Hún var algjörlega ruglu í návist hans. Hún bæði roða aði og fölnaði, þegar hún augnaráði hans, og skalf, Þe^ ar hún heyrði rödd hans. Hún svaf illa þessa nótt- Eftir því sem dagarnir ^, varð hún gripin sterkari Þr eftir að elska. Hún spurði sjú} sig ráða, en hún leitaði 11 goðfrétta hjá murusóleyí1111'. skýjum himinsins og svo he hún peningum upp í loftiú- HEIMILISBLAP íf> [118]

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.