Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 31
Loksins sagði faðir íaennar Vlð hana kvöld nokkurt: Láttu mig nú sjá, að þú getir gert þig reglulega fallega a m°rgun. ' Hvers vegna, pabbi minn? spu>-ði hún. ' Það á að koma þér á óvart, Svaraði hann. þegar hún morgiminn lr þaut niður stigann, hress °8 kát, sá hún borðið í dag- s^fUnni hlaðið öskjum með s konar góðgæti, og á ein- Utr> stólnum var mikið af blóm- ^ín. , ^agni var ekið inn í garð- _ • Lftan á vagninum stóð með °rum bókstöfum: BakaríLer- 1 Fécamp tekur að sér brúð- aupsveiziur. Ludvigne tók út vagninum ásamt litlum ra bnokka margar stórar, atar körfur, sem gáfu frá sér dá: ut, arp ^amlega lykt. lokum kom Lamare greifi ^ann var í þröngum bux- , °S gljáfægðum stígvélum. sk^PPlingarnir í skyrtu hans fr Sru Slg úr við síðan lafa- Var ^ann’ °S hvítt hálsbindið r hnýtt mörgum sinnum um hl h ^atlS og hálfneyddi hann ess að vera hnakkakertan. ap ^ atl<^Lt hans bar alvarleg- bvi SV^P ^ann var gjörólíkur ve ’ Sem hann var vanur að á Jenný horfði undrandi ei f&rin’ ems °S hún hefði aldr- sá ^rr btlð hann augum. Hún p, *að Lér var sannur aðals- jjUr ^ra hvirfli til ilja. bros^011 hneiSðl sig djúpt, - 1 °g spurði næstum því trunaði: UA ,Ja2ja’ kæra guðmóðir, er- _ber ferðbúin? J’ður lð bvað ei£lð þér? Ég skil r ekki stamaði hún. - Það kemur nú brátt í ljós, góða mín, sagði baróninn. Ferðavagninum var ekið að dyrunum. Frú Adelaide kom niður úr herberginu í sínu fín- asta stássi. Rosalie leiddi hana, en henni varð býsna tíðlitið til de Lamare, svo að faðir Jenný- ar tautaði: - Ég held, að þjónustustúlk- an sé bálskotin í yður, .greifi. Greifinn stokkroðnaði og flýtti sér að taka stóran blóm- vönd og færa Jenný hann. Hún tók á móti honum, ekki síður undrandi en áður. Svo stigu þau f jögur upp í vagninn. Elda- buskan Ludvigne færði baróns- frúnni kalt vín til þess að hressa sig á. Hún gat ekki leynt undrun sinni og sagði: - Maður skyldi halda, að þið væruð að fara í brúðkaup, frú! Þau fóru út úr vagninum við hliðið hjá Yport. Fiski- mennirnir og heimilisfólk þeirra komu út úr húsunum í simnudagafötunum og heilsuðu baróninum með handabandi. Síðan slógust þau í för með þeim, eins og um skrúðgöngu væri að ræða. Greifinn hafði boðið Jenný að leiða hana og gengu þau í broddi fylkingar. Það var staðnæmzt fyrir framan kirkjuna. Kórdrengur kom berandi stóran silfurkross, og annar lítill drengur bar ker með vígðu vatni í. Þá komu þrír gamlir for- söngvarar og var einn þeirra haltur, síðan lúðurþeytari og loks presturinn, í gullprýddum messuklæðum. Hann heilsaði aðalsfólkinu með vingjarnlegu brosi og kinkaði til þess kolli. Síðan hélt fylkingin niður að sjónum. Við sjóinn var hópur af fólki. Það stóð umhverfis stóran, nýjan bát, sem var blólnum skrýddur, og í skutnum mátti lesa nafnið ,,Jenný“ með gull- stöfum. Lastiquie gamli, skipstjórinn á þessum farkosti, sem var byggður fyrir peninga baróns- ins, gekk á móti fylkingunni. Eins og kippt væri í snúru tóku allir mennirnir ofan, og kon- urnar, sem voru eins og hrúg- öld í stórum kápum, er héngu í fellingum niður um herðar þeirra, hentu sér niður á jörð- ina, þegar þær komu auga á krossinn. Presturinn gekk meðfram bátnum og kórdrengimir sitt hvorum megin við hlið hans. Þá komu forsöngvararnir og litu ekki af sálmabókinni. Þeir sungu fullum hálsi, og falskur söngur þeirra barst út í morg- unkyrrðina. I hvert skipti, sem hlé varð á söngnum á meðan söngvar- arnir drógu andann, heyrðist í lúðurþeytaranum, sem lék undir á hljóðfæri sitt. Hann blés upp kinnar sínar, svo að litlu, gráu augun hans sáust ekki. Hafið var ládautt og hljótt vitni að skírn þessa farkosts. Hvítir máfar bærðu vængina í blátæru loftinu og flugu yfir krjúpandi mannfjöldann, eins og til þess að athuga, hvað um væri að vera. Þegar þulið hafði verið amen í fimm mínútur, hætti söng- urinn, og presturinn romsaði upp latneskum setningum og gekk í kringum bátinn og hellti á hann vígðu vatni. Það sáust engin svipbrigði á andliti unga mannsins meðan ILi8BLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.