Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 38
bjóða, heldur en að eiga of mörg og neyðast til að láta þau skorta þá næringu, fatnað og menntun, sem þau þarfnast. Við álítum, að það sé ekki nema rétt að tak- marka fjölskyldustærðina. Er nokkuð við þetta að at- huga? AÐ, sem rétt er, er að lifa eðlilegu lífi. Látið Guð um barnafjöldann. Hann er skap- arinn. Við gefum honum ekki fyrirskipanir um, hversu mörg þau eigi að vera. Það skeður oft, að hjón, sem kvarta um að fátækt hamli því, að þau geti alið börn, hafa ráð á nægum peningum til þess að láta eftir sér persónulegar skemmtanir. Þau hafa ekki ráð á peningum til þess að fullnægja tilgangi hjónabands- ins og ala upp fjölskyldu, en þeim er aldrei fjár vant, þeg- ar til þess kemur að kaupa sígarettur og áfengi, ný föt, greiða fyrir háar vátryggingar- upphæðir, dýra bíla, munað og skemmtanir. Hafi einhver það takmark eitt í lífinu, að afla sér veraldargæða og fullnægja síngirni sinni, verður hjarta hans svo hart af hroka og hug- ur hans svo blindaður af sjálfs- elsku, að engum skynsamleg- um rökum verður við hann komið og hjá honum sjálfum verður þeirra heldur ekki vart. Hjónaband af því tagi er lög- helgað áhættufyrirtæki til að fullnægja síngjarnri skemmt- anafýsn. Þau hjón, sem treysta Guði og vilja fúslega breyta sam- kvæmt áætlun hans, gleðjast yfir því að fóma fyrir börnin sín þeim þúsundum króna, sem þau að öðrum kosti mundu nota fyrir sjálf sig. Þau líta svo á, að barnið sé dýrmæt- asti fjársjóðurinn í heiminum, því að þau líta á málið augum trúar og skynsemi. Þau líta svo á, að heimili sín og hjörtu séu eyðileg og tóm, þangað til þeim hefur veitzt hópur barna. Þau hafa ekki áhyggjur af því, hvernig þau eigi að sjá fyrir börnum sínum í framtíðinni. Þau starfa af kappi hvem dag, til þess að vinna með Guði, þvi að þau vita, að Guð annast um börnin sín og sér fyrir þörf- um þeirra. Fyrir þá, sem eru á hnot- skóg eftir leið til að koma sér hjá þeirri ábyrgð, sem hjóna- lífið leggur þeim á herðar, eru heilsuleysi og fátækt þægileg afsökun, þótt hún sé ekki ann- að en fyrirsláttur. Hétu eigin- maðurinn og eiginkonan því ekki frammi fyrir altari Guðs að vera trú hjónabandsskyld- um sínum ,,í heilsuleysi og heil- brigði, í fátækt og auði . . .?“ Þegar heilsuleysi steðjar að, sér Guð mönnum fyrir lækn- um og lyfjum til þess að hjálpa þeim til að ná aftur fullri heilsu. Hjónin neyðast ef til vill til að færa hetjulegar fórn- ir, þegar þannig stendur á, en þá skortir aldrei náð Guðs, sem biðja hann um hjálp og hlýða lögmálum hans. Foreldrar mega alls ekki líta svo á, að þeir séu skyldugir til að veita börnum sínum allan þann munað, sem lífið hefur upp á að bjóða. Nægur matur, fatnaður og skólanám er nauð- synlegt, og góður Guð, sem sér fyrir fuglum loftsins og fiskum hafsins mun aldrei bregðast því að sjá fyrir börn- [126] um sínum, aem eru honUtf1 miklu meira virði en allir fflf^' ar og fiskar í heiminum. f*8* felst sannleikur í þessu gaflJa máltæki: „Guð sendir brafl® með hverju barni“ og hiflu' „Þegar Guð sendir bam, sefl^' ir hann einnig vöggu“. Afl^ vitað er það ekki nema skyu samlegt, að foreldramir b1^1 og vinni af kappi, til þess ^ geta veitt börnum sínum ^ bezta kristilega uppeldi, seIÍ> völ er á, en það er miklu betra' að barnið lifi fátækt af fatu aði og í meðallagi menntað, eU það kafni burt úr tilverufl1'1 vegna velviljaðrar sjálfsblek^ ingar manna, sem elska heiA1 inn og það sem af heimifluP‘ er heitar en Guð og börn Gfl^5' MÁLVERKASÝNING Nýlega var í London sýfliA^jf fimm hundruð olíumálverkurfl skólabörn í Indlandi, Pakista11 ^ Ceylon. Zamzam litla Khan, sepsji- sjö ára dóttir verzlunarfulltrúa istans í London, varð að nota til þess að geta dáðst að listave um samlanda sinna. heimilisblA{,iP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.