Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 26
um margvíslegar tilfinningar, sem þó eru sameiginlegar fjölda mörgum, og svo mun verða á meðan heimurinn er uppi. Hægur gangurinn átti vel við frásagnarmáta barónsfrú- arinnar, sem stundum rofnaði af astmaflogum. Og þá fór Jenný að hugsa um sín eigin ævintýri og þær glæstu fram- tíðarvonir, sem hún ól í brjósti. Seinni hluta dags, þegar þær sátu og hvíldu sig á bekknum í garðinum, sáu þær allt í einu inni í trjágöngunum prestinn í sókninni, sem gekk í áttina til þeirra. Hann heilsaði þeim í tals- verðri f jarlægð, brosti til þeirra og heilsaði þeim svo aftur í þriggja skrefa fjarlægð og mælti: - Jæja, barónsfrú, hvernig líður yður? Barónsfrúin, sem var fædd á öld heimspekinnar og hafði auk þess alizt upp hjá mjög vantrúuðum föður, kom sjald- an í kirkju, enda þótt hún hefði hitt prestinn við ýmis önnur tækifæri. Hún hafði alveg gleymt Picot ábóta, sóknarpresti sín- um, og roðnaði, þegar hún sá hann. Hún bað hann að af- saka, að hún skyldi ekki hafa heimsótt hann. En þessi ágæti maður virtist ekkert vera reið- ur yfir því. Hann horfði á' Jenný og hrósaði henni fyrir fegurð, settist hjá þeim, lagði ábótahattinn á hné sér og þerr- aði sér um ennið. Hann var mjög feitur, mjög rauður í and- liti og svitnaði mikið. Hann var alltaf að þurrka af sér svitann með tíglóttum vasaklút. Hann þurrkaði andlit sitt og háls. En hann hafði tæplega iett klútinn í vasann, þegar nýir svitadropar brutust fram á húð hans og duttu niður á maga hans, sem var hnöttótt- ur undir svartri hempunni. Þetta var geðslegur maður, reglulegur sveitaprestur, um- burðarlyndur, ræðinn og dug- legur. Hann sagði sögur, tal- aði um fólkið í héraðinu og lét eins og hann hefði alls ekki veitt því athygli, að hvorug þeirra mæðgna hafði ennþá hlýtt á messu hjá honum, barónsfrúin vegna leti og áhugaleysis og Jenný af því, að hún var svo hamingjusöm yfir því að vera laus úr klaustur- skólanum, þar sem trúarsið- um hafði verið troðið upp á hana. Nú kom baróninn. Hann var frjálslyndur og batt sig ekki við neina sérstaka kirkjudeild. Hann var mjög alúðlegur við ábótann, sem hann þekkti dá- lítið, og bauð hann honum að borða með þeim miðdegisverð. Presturinn kunni að gera fólki til hæfis, enda var hann vel þokkaður í söfnuðinum. Barónsfrúin dekraði við hann, ef til vill fann hún til andlegs skyldleika við hann, þar sem hann var feitur og þungur eins og hún og átti erfitt um andardrátt. Þegar leið á máltíðina, varð hann hreifur og skemmtinn, eins og góð máltíð gefur ástæðu til. Allt í einu mælti hann, eins og honum hefði dottið eitthvað skemmtilegt í hug: - Það er annars satt, ég hef eignazt nýtt sóknarbarn, sem ég má til með að kynna fyrir ykkur. Það er Lamare greifi. Barónsfrúin, sem gat tali® aðalsfólkið í fylkingu á fing1" um sér, spurði strax: - Er hann sonur de Lamar® frá Euredehéraði? Presturinn kinkaði kolli. - Já, frú. Hann er sonur Jean de Lamare greifa, seifl dó í fyrra. Frú Adelaide mat ekkert fólk eins og aðalsfólkið, og hú11 spurði ótal spurninga viðvík]' andi unga manninum. HuU fékk að vita, að eftir að uní* greifinn greiddi skuldir föðul síns, seldi hann erfðaóðalið lét innrétta fyrir sig bráðs birgðaíbúð á einum af hinulJ1 þrem leigujörðum, sem han11 átti í Etousókn. Eignir þess®1 gáfu af sér 5—6000 franka tekjur á ári. En ungi greifi1111 var forsjáll og sparsamur ætlaði að lifa einföldu Hh 1 tvö eða þrjú ár til þess að ge^ aukið tekjur sínar og feng1 gott kvonfang. Að lokum sagði presturin11, - Þetta er efnilegur ungur ma^ ur. En hann á dálítið erfi^ uppdráttar eins og stendur- Baróninn mælti: - Þér ættuð að koma me hann einhverntíma. Það orðið honum upplyfting. Og svo fóru þau að ras1 um önnur efni. :ðí> m. "pjÆSTA sunnudag voru ha1^ ónsfrúin og Jenný vl. guðsþjónustu hjá sóknarprest sínum. Þegar guðsþjónustunni va. lokið, biðu þær eftir honuu1 ^ þess að bjóða honum til m01^ unverðar á föstudaginn. Harl1^ kom út úr skrúðhúsinu í HEIMILIS BLAP>P [114]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.