Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Page 36

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Page 36
mjöli, en brauð yngsta bróð- urins*úr hreinu hveiti. Faðirinn sá, hvílíkur mun- ur var á brauðunum, en lét ekki á því bera, heldur lagði nýja þraut fyrir syni sina og sagði: - Farið nú og sækið dúk- pjötlur, sem unnustur ykkar hafa ofið, svo að ég geti séð, hver af unnustum ykkar kann bezt að vefa. Synirnir fóru aftur til unn- usta sinna, eins og faðir þeirra hafði boðið þeim, og sá yngsti fór til músarinnar í skógin- um. Og hún spurði eins og áður: - Að hverju leitar þú, unn- usti minn? - Faðir minn bað mig að færa sér dúk, sem þú hefðir ofið, og sýna sér hann, svaraði pilt- urinn. Ég er nú hingað kom- inn, til þess að fá hann. - Já, einmitt, sagði músin og tók hreindýrabjöllu sína eins og áður og hringdi sam- an hinar mýsnar. Þegar þær voru allar komn- ar, bað hún þær að fara og sækja beztu línþræðina, sem þær gætu fundið. Mýsnar stukku strax í allar áttir, og ekki leið á löngu, unz þær komu aftur með eins mikið af línþráðum og húsmóðir þeirra þurfti. Síðan tóku þær til óspilltra málanna við vinnun'a; sumar spunnu, aðrar hespuðu og nokkrar ófu, og þegar morgnaði, var dúkurinn tilbú- inn. Músin, unnusta hans, tók síðan hnetuskurn og tróð inn í hana eins miklu af dúknum og hún tók við, og fékk það síðan unnusta sínum. Hann þakkaði fyrir gjöfina og flýtti sér síðan heim. Hinir bræðurnir komu jafn- snemma frá unnustum sínum, og faðir þeirra spurði þá, hvort þeir hefðu allir fengið dúk- pjötlu. Eldri bræðurnir sýndu honum þá dúka sína. Dúkur annars var fjórskeftur, en dúk- ur hins úr hreinu líni. En yngsti bróðirinn kom sér ekki að þvi að sýna dúkinn sinn, af því að hann var svo lítill. - Hvar er dúkurinn þinn? Sýndu mér líka, hvað þín unn- usta getur. - Ég hef hérna ofurlitla pjötlu, svarar sonurinn og tek- ur hnetuna og fær föður sín- um hana. Hinir bræðurnir ráku upp skellihlátur, þegar þeir sáu, í hveriu yngsti bróðirinn geymdi dúkinn sinn. En þegar faðir þeirra opnaði hnetuskurnina, tók út úr henni dúkinn og breiddi úr honum, kom í ljós, að hann var fimmtíu álnir af svo fínu og þunnu lérefti, að enginn hafði séð dæmi til slíks. Það fór af eldri bræðrunum mesti gleiðgosasvipurinn, þeg- ar þeir s'áu dúk bróður síns, sem var svo fallegur og fín- gerður í samanburði við dúk- ana þeirra. En hvað gátu þeir gert? Þeir voru að vísu gram- ir, en þeim stóð beygur af föð- ur sínum, og þeir þorðu ekki að láta á gremju sinni bera. Þegar næsti dagur var upp runninn, kallaði faðirinn syn- ina fyrir sig og sagði: - Sækið nú unnustur ykkar, svo að ég fái að sjá, hver ykk- ar hefur fengið bezta kven- kostinn. Bræðurnir lögðu jafn- snemma af stað, til þess að verða við óskum föður síns. Hinir eldri héldu heim á bU' garðana til unnusta sinna elJlS og áður, og yngsti bróðirinI| gekk til músarinnar sinnar 1 skógarkofanum og sagði: - Nú vill faðir minn sjá Þ^ sjálfa. - Nú, svaraði músin. Fyrst hann vill það, þá ökum við ^ stað. Hún spennti fimm svartar mýs fyrir vagninn, sem var ur hnetuskurn, og settist upP 1 hann. Þar sat þá unnustan tii búin að aka af stað, en P1^ inum fannst ækið heldur kj® , ugt á að líta. Hann sagði Þ'1 við músina: - Hvernig á ég að geta koi11 ið heim með þig á þennaP hátt? Bræður mínir fara ^ hlæja, og faðir minn verðul kannske vondur. - Hafðu engar áhyggjur ut af því. Við skulum bara k okkur af stað, sagði músin- Og svo héldu þau af stað' músin ók með kurt og P1 vagni sínum, og pilturinn ge^ samsíða. Á leiðinni heim til unnuS| ans urðu þau að fara yfir a,' og þegar þau komu upP 3 brúna, mættu þau manni, seIl! nam staðar og horfði á Þett3 einkennilega músaföruneyt1- , - Hvaða ferðalangar eru uU þetta? sagði hann og sparka^ um leið músunum og vagu111 um út í ána. Pilturinn varð undrandi vissi ekki, hvað hann átti 0 taka til bragðs, þegar unnuSÍ an hvarf niður í vatnið. HauU stóð eftir á brúnni, dapur bragði. En þá komu glæsilegir, svartir hestar u^ úr ánni, þar sem músin ba sokkið, og drógu vagn, [124]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.