Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Qupperneq 17

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Qupperneq 17
uðust bróðir minn og kona hans, hvort á eftir öðru, og létu mér eftir í arf fimm ára gamlan svein, sem ég varð að taka til mín í fóstur. Nú, og ég get *Ueð sanni sagt, að við mig ^ttust fleiri reikningar við ^auða þeirra, fyrir fötum og skófatnaði, en ella, og meiri ^rslum hefðu naumast tíu Urn> er ég hefði sjálfur átt, Setað komið af stað en þessi e*ui drengur. Af þessum ástæð- |JUí gat ég ekki með neinu móti Ugsað um að kvongast. Strákurinn, Karl að nafni, °x nú upp, gekk í háskólann ^ lus þar læknisfræði, tók 'ubættispróf og settist síð- n_ UPP hjá mér og beið eftir s3uklingum En hve við hler_ Uru eftir því, hvort enginn °rsjáll vesalingur gæfi kost °ér sem tilraunadýri hjá hon- 01' Það gekk meira að segja langt, að ég varð næstum við því búinn að verða sJálfur, til þess að eagurinn fengi tækifæri til e. Skrifa fyrsta lyfseðilinn. En . Us °g oft vill verða í heim- ^u®, kemur allt að lokum, . u^ann brestur ekki þol- öiaeði til að bíða. Svo fór og r’ síúklingarnir komu á end- unum. -1 leigði sér húsnæði sjálf- °g ég varð einn eftir. Ég nu kominn fast að fimm- ®u> °g þegar ég leit á fóstur- var tUl l n sem orðinn var hálf- káJtUgUr’ ^annsf mér ég vera se U.eldri en ég var. Húsið, sa01 ^ bid Þa var lil:id en anmbyggt öðru húsi stærra í' oft endann- Mér gramdist UiínSU?UrÍnn’ sem barst inn ^1 v Urn endann, sem auður bví að skrifborðið mitt heim Ilisblaðið stóð einmitt við þann endann, en ég var allt of vanafastur til að geta fengið mig til að færa það þaðan. Um vorið var hafizt handa um að byggja nýtt hús við auða endann, og það þaut upp eins og gorkúla, eins og þessi ný- tízkuhús gera, svo að flutt var inn í það um haustið. Það hefur ef til vill verið liðinn hálfur mánuður frá því, að flutt var inn í það, til þess er hinn ósýnilegi nágranni minn tók að leika á slaghörpu. Það var líka skemmtilegt eða hitt þó heldur! Endalausar æf- ingar, aftur og fram og upp og niður á hljóðfærinu, a. m. k. eina klukkustund á hverjum degi, og síðast kom svo af- skræmislega andstyggilegt lag. — Enn í dag get ég ekki heyrt það, svo að ég verði ekki fok- vondur. Um þær mundir var dálæti mikið á dægurlagi einu við ljóð, er byrjaði þannig: ,,Ó, Al- exis, ég áfram til þín skunda“. Og þetta sönglag, með öllum þess óteljandi og óþolandi til- breytingum, æfði þessi nábúi í nýja húsinu með þvílíkri þrautseigju, að mér lá við sturlun. Á einum stað fór þessi persóna, hvort sem það var karl eða kona, alltaf útaf lag- inu, og alltaf á sama stað á hverjum degi, og alltaf byrjaði þá sama harmakveinið á ný, öldungis eins og dómpápi, sem syngur sama lagið hundrað sinnum á dag og hættir ávallt í því miðju, þó að engin skyn- samleg ástæða virðist til þess. Ef þetta déskotans hljóð- færisglamur hefði verið á viss- um tíma dagsins, hefði ég get- að varað mig á því, en það var [105] ógerlegt að ætla á, hvenær það dyndi yfir. Stundum var það á morgnana, svo að ég fékk ,,Ó, Alexis“ með morgunkaffinu. Stundum var það um matmáls- tímann, — eða þegar ég ætl- aði að fá mér miðdegisblund- inn, — og ekki nóg með það, — klukkan tíu á kvöldin dun- aði ,,Ó, Alexis, ég áfram til þín skunda“ í eyrunum á mér, svo að ég hafði aldrei frið. Ég reif hár mitt og skegg í ergelsi mínu, en allt kom fyrir ekki. Einn daginn kastaði þó fyrst tólfunum. Þessi ,,glymskratti“ glamraði stöðugt frá því í bít- ið um morguninn, og í hvert skipti, sem ég hugsaði með mér, ,,nú gefst hann upp“, þá byrjaði sama glamrið aftur eftir litla þögn. Ég hef aldrei á ævi minni bölvað jafn ókristi- lega og seinni part þessa óheilladags. Þegar svo sami ófögnuður- inn hófst aftur klukkan sex, var ég yfirunninn, því að ég vissi það af reynslunni, að ef það byrjaði á þessum tíma, héldi það viðstöðulaust áfram til háttatíma. f örvæntingu minni þreif ég því hatt minn og fór út, og hafði ég þó ekki verið vanur því í mörg herr- ans ár að ganga út á kvöldin. En slíku og þvílíku harma- glamri getur hæglega tekizt að flæma mann út úr húsinu. Á næsta götuhorni kom ég auga á leikhúsauglýsingu, og tók ég jafnskjótt það ráð að fara í leikhúsið. Þegar ég kom inn í stúkuna, voru þar tvö sæti eftir auð, en þau voru brátt skipuð tveim konum. önnur þeirra, aldur- hnigin og mákráð að sjá, var í knipplingakápu og með gler-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.