Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Qupperneq 29

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Qupperneq 29
. ^n allt í einu komu þau auga a stóra klettabogann hjá Étre- tat. Klettaboginn var eins og tr.öllkerling með fæturna 1 síónum. Og skip sigldu auð- Veldlega undir hann. ^að var farið í land. Bar- °ninn stökk fyrstur út úr bátn- Urn °g kippti honum upp í fjör- Una- Greifinn tók Jenný í fang er °g bar hana í land, svo að nn þyrfti ekki að vaða. Síð- an gengu þau hlið við hlið eft- ^ ^löttunum. Allt í einu heyrðu au Lastiquie segja við bar- °ninn: IVlér virðist, að þau eigi vel a^an, þessi! ^ lítilli krá við ströndina °rðuðu þau ágætan morgun- 6rð. Meðan á sjóferðinni stóð, . 0 u þau verið þögul, en und- °rðum skvöldruðu þau eins ^öru, sem e[ga fr£ ýr skóla. til f rU^egustu smámunir urðu Ul til hinnar mestu ^ ernmtunar. Þannig hlógu þau að umhyggju Lastiquie a fyrir pípunni sinni. Hann setti u , nana gætilega frá sér í is't Uria sína, til þess að héld- k ^andi í henni á meðan nn sæti að snæðingi. Og þá se°gU ^aU e^r síður að flugu, reyndi hvað eftir annað Setjast á eldrautt nef gamla mannsins. er árás skorkvikindis- Serhvi VaLti ósvikinn hlátur, og ^arn^ maðurinn varð ó- jj lnrnóður yfir þessari ásælni Sunnar og sagði: - Það eru meiri r- - kv'l • IJarans Isstin í þessu Rre'f1'11^1’ hlógu Jenný og f6jl lnn svo dátt, að þau tár- fyr' ^ °g ^aU ur^u Lalda , r Inunninn, til þess að æpa Kkl uPp. e^ar þau höfðu drukkið ^^USBLAÐIÐ kaffið, stakk Jenný upp á því að fara í gönguferð. Greifinn stóð þegar á fætur, en barón- inn vildi heldur liggja við ströndina og sleikja sólskinið. - Farið þið bara, börn, sagði hann. Þið komið hingað til mín að klukkustundu liðinni. Þau gengu framhjá hinum fáu fiskimannakofum, sem þarna voru, og að litlu óðals- setri, sem var líkast stórri leigujörð. Þau sáu framundan sér stórt dalverpi. Sjóferðin hafði haft svæf- andi áhrif á þau, en morgun- verðurinn gerði þau kát og létt í lundu. Þau langaði til þess að þjóta af stað út í buskann. Sólin hellti glóandi geislum sínum yfir þau. Beggja megin vegarins voru þroskuð korn- öx. Skorkvikindi suðuðu allt í kring. Þegar þau komu auga á svo- lítið skógarkjarr skammt. frá, hlupu þau þangað. Mjór götuslóði hlykkjaðist á milli hárra trjáa. Laufkrónurn- ar voru svo þéttar, að sólin náði ekki að skína niður. Við rætur trjánna var saggi og kuldi. Þar sást ekkert grænt strá, en þéttur mosi huldi jarð- veginn. Þau héldu áfram. - Hér getum við víst setzt niður, sagði hún. Tvö gömul tré voru fallin og þar náði sól- in að skína niður og verma jörðina, enda óx á bletti þess- um safamikið gras og mergð af hvítum, litlum blómum. Svo settust þau á grasbal- ann. Laufkrónurnar köstuðu skugga á höfuð þeirra, en sól- in baðaði fæturna. Þau virtu fyrir sér grasbalann, sem sól- in hafði kallað til lífsins. [117] - En hve hér er dásamlegt, sagði Jenný af hrifningu. Ekk- ert jafnast á við lífið í sveit- inni! Stundum óska ég þess, að ég væri fluga eða fiðrildi, svo að ég gæti falið mig í blóm- unum! Og svo fóru þau að tala um sjálf sig. Þau sögðu frá venj- um sínum og hvað þeim þætti skemmtilegt. Þau ræddu sam- an í trúnaði, opnuðu hjörtu sín af einlægni hvort fyrir öðru. Hann sagðist vera orð- inn þreyttur á samkvæmislíf- inu, fyndist það innihaldslaust og einskis virði. Samkvæmislífinu! Jú, hana langaði óneitanlega til þess að kynnast því. En hún var sann- færð um, að það kæmist ekki í hálfkvisti við sveitalífið. Og þau færðust nær hvort öðru, brosandi og hláturmild. Þau fundu, að það var margt, sem þau gátu rætt um sameig- inlega, ýmislegt, sem þau höfðu aldrei hugsað um áður. Loksins sneru þau við. En baróninn var þá farinn upp í Jómfrúbúrið, helli, sem var hátt uppi í einum klettinum. Þau biðu eftir honum í kránni. Hann kom ekki fyrr en um fimmleytið, og hafði þá geng- ið lengi meðfram ströndinni. Þau fóru aftur út í bátinn. Vindurinn var á eftir. Og bát- urinn sigldi áleiðis, án þess að þau yrðu vör við ferðina. Vind- urinn kom í hægum hviðum, fyllti seglin nokkur augnablik, en síðan lögðust þau upp að siglutrénu. Dimmbláar bylgjurnar lágu eins og í dái, máttvana af geisl- um sólarinnar, er helltu sér yfir sjávarflötinn.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.