Heimilisblaðið - 01.07.1964, Side 13
..Skammaðist þín? Fyrir hvað? Við hvað
v&rstu hræddur?"
..Þetta varðandi fangelsið, auðvitað.“
Hún virti hann gaumgæfilega fyrir sér.
að var sektarsvipur á andliti hans. Ör-
itili vonarneisti tendraðist innra með
enni. Kannski hafði Hugh verið einhvern
lrnn í fangelsi — fyrir einhverja smá-
muni, og þá var það ef til vill það, sem
sPákonan hafði átt við. Hún hélt niðri í
Ser andanum.
..Hugh, elsku Hugh, segðu mér það. Hef-
urðu gert eitthvað rangt?“
..Eitthvað rangt?“ Hann leit á hana
undrandi og rannsakandi í senn. „E—ekki
Pað ég veit. Því spyrðu?“
,,Ur því þú hefur verið í fangelsi."
Hann brosti beiskjulega. „Ég er í fang-
e si á hverjum einasta degi. Og það er lítil-
fjörleg atvinna, Evelyn mín, en ég fæ
áreiðanlega eitthvað betra síðar. Ég hef
von um að komast að á skrifstofunni. Ef
þú getur beðið eftir því í stuttan tíma .. .“
Hún tók í handlegg hans. „Hvað ertu
að segja? Hvað meinarðu? Hvað er það
eiginlega, sem þú hefur fyrir atvinnu?"
„Nú, ég hélt þú vissir það. Ég er eftir-
litsmaður — í Brixtonfangelsinu . . .“
Hún varð hokin í sætinu og sem full-
komlega lömuð. Höfuð hennar hallaðist að
öxl hans.
„Evelyn!“ stundi hann. „Tekurðu þér
þetta svona nærri? Geturðu þá alls ekki
sætt þig við það?“
„Sætt mig við það, Hugh?“ hvíslaði hún.
„Ef þú bara vissir, hvað ég er hamingju-
söm!“
Þessi baðföt eru nú í móð á
baðströndum Plóridaskagans
og eru kölluð þríkini, af þvr
þau samanstanda af þrem
hlutum (naflastykkið).
>
<
New York borg sendi þessa
ungu og fallegu stúlku til Par-
ísar sem sendiherra heimssýn-
ingarinnar. Hún er 25 ára og
heitir Ann Mac Keon.
MiLISBLAÐIÐ
145