Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Side 31

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Side 31
>,Góða bezta.“ Hann laut yfir hana og J^gði hendurnar hughreystandi á hendur hennar. „Elsku vina mín.“ „Hún er falleg, finnst þér ekki?“ „Ekki eins fögur og þú ert, Rinna.“ „Ó, Martin, hún hefur slegið mér við. Og svo þú!“ „Hvað? Hvað ég?“ „En hringurinn. Enda þótt það sé minn ®h=in smaragðhringur, þá er hún með hann. Hún neitar sér ekki um neitt, það verð ég að segja.“ „Já, en Rinna...“ „Hún hefur stolið honum frá mér,“ ^nselti stúlkan hátt og af æsingi. Martin Grove reis á fætur og gekk um g°lf- Hann hélt höndum fyrir aftan bak, greiparnar fast spenntar saman. „En hún skal ekki fá hann,“ mælti Rinna. >,Hún heldur, að hún hafi hann... En þott ég verði að . . .“ Hún snöggþagnaði °S starði ráðleysislega fram fyrir sig. Martin Grove sneri sér við og leit á aana. Hann var náfölur. IV. BARÁTTA Þær sögðu ekki orð hvor við aðra á ^pmni upp stigann, frú Kelmer og unga s úlkan, sem hún hélt vera tengdadóttur snia. Rag var £yrr en var ag °fu sjúklingsins, að þær námu staðar virtu hvor aðra fyrir sér. Svipur frú elmers bar vott um fyrirlitningu. Svo 0Pnaði hjúkrunarkonan dyrnar, og þær ®engu inn. Róbert lá eins og hann svæfi, og höfuð ans var reifað. Tárin komu fram í augu lu> og hana langaði að hlaupa til hans, hjúkrunarkonan hélt henni kyrri með I1, að leggja höndina á handlegg hennar. ’’ er megið helzt ekki ganga nær. Þér e£ið aðeins sjá hann. Verið svo góð að j'ekja ekki orð. Hann verður að njóta full- ^eminnar hvíldar." Tía stóð þannig við 0 akaflinn á rúminu og með hönd hjúkr- HEi unarkonunnar á handlegg sér. Frú Kelmer virti hana fyrir sér. Síðan gaf hjúkrunarkonan þeim þögul til kynna, að þær yrðu að ganga út úr herberginu, og dyrnar lokuðust að baki þeim að nýju. „Eftir atvikum er líðanin sæmileg," mælti hjúkrunarkonan. „Sér- fræðingurinn kemur aftur á morgun. En þér lítið út eins og þér þarfnizt hvíldar, og þér ættuð að hvíla yður.“ Hún virti þær báðar fyrir sér hispurslaust og var strax ljóst, að ekki var allt eins og það átti að vera þeirra í millum. „Já, hún skal fá að hvíla sig. Mér finnst hún ætti að fara í rúmið og fá matinn bor- inn þangað inn til sín,“ mælti frú Kelmer. „Nei,“ andmælti Tía, „kærar þakkir, en ég vildi miklu heldur fá að tala við lækn- inn. Ég ... ég vildi helzt fá að borða niðri.“ „Það megið þér auðvitað, ef yður sýnist svo.“ Þær gengu nú frá dyrunum að her- bergi Róberts og út eftir löngum gangi, þaðan gegnum annan gang, þrjú þrep nið- ur í þann þriðja, og síðan tvö þrep upp . . . út í fjarsta hluta byggingarinnar, sem var langa leið frá vistarveru Róberts. „Þetta var eina herbergið, sem ég gat látið yður í té,“ sagði móðir Róberts. „Hér er mitt eigið svefnherbergi.“ Hún opnaði herbergisdyr, og gluggar þess sneru út að garðinum. „Kærar þakkir,“ svaraði Tía. „Þetta er fallegasta herbergi.“ „Já, húsið mitt er mjög rúmgott," anz- aði frú Kelmer. Húsið mittl Henni myndi sennilega veit- ast örðugt að sleppa af því hendinni. En hún myndi þó neyðast til þess, áður en langt um liði. Tengdamóðir og tengdadótt- ir gætu ekki búið undir sama þaki, enda þótt húsið væri mjög rúmgott. Allt varð þetta samt að bíða síns tíma, unz Róbert næði heilsu og — að því ógleymdu — þang- að til þau væru orðin gift. Andartak hvarflaði að Tíu, hvort hún ætti að segja frú Kelmer allan sannleik- ann, en óðara varð henni ljóst, að bezt væri að láta það ógert. „Má ég staldra við andartak?" spurði móðir Róberts. „Já — já gjarnan." Milisblaðið 163

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.