Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Side 32

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Side 32
Sem snöggvast virti frú Kelmer fyrir sér ungu stúlkuna frá hvirfli til ilja, þessa stúlku í alltof viðkvæmum skóm, alltof þunnu sokkum og með þetta stöðuga „Kær- ar þakkir“ á vörunum. Það hlaut að vera komin einhver snurða á þráðinn hjá henni og Róbert, þótt þau væru ekki búin að vera lengi gift. Frú Kelmer þekkti son sinn. Hún settist á legubekkinn, og Tía fékk sér þar einnig sæti vænan spöl frá henni. „Bréfið frá yður kom eins og reiðar- slag — Tía. Það er annars skrítið nafn, sem þér heitið.“ „Æjá. Róbert veit ekki ennþá, að ég hef skrifað yður.“ „Nú, ég hélt, að hann hefði komizt að því, og að þess vegna hefðuð þið komizt upp á kant.“ „Komizt upp á kant?“ „Já, ég lét mér detta það í hug.“ „Við Jcomumst upp á kant...“ „Á öðrum degi eftir brúðkaupið!“ „Já,“ svaraði Tía eftir stutt hik. „Ekki vænti ég, að þér vilduð segja mér, hvernig það bar til?“ „Ég á bágt með að gera það á bakvið Róbert, finnst mér.“ „Það gætuð þér vel, en það viljið þér sem sagt ekki,“ mælti frú Kelmer. „Auk þess er spurning, hvort ég myndi trúa einu orði af því. Þér heyrið, að ég vil vera full- komlega opinská við yður, Tía.“ „Það vil ég líka gjarnan vera við yður.“ „Ég skil vel, að yður finnist ekki þér vera reiðubúin til þess eins og á stendur. En segið mér eitt — hafið þið þekkzt lengi ?“ „í nokkrar vikur,“ svaraði Tía. Nokkmr vikur. Tvær vikur. „Og þið hittuzt. . .“ „í leikhússamkvæmi.“ „Ég get ímyndað mér, að þið hafið óð- ara orðið hrifin hvort af öðru — tvö snoppufríð ungmenni. Sonur minn er mjög aðlaðandi ungur maður.“ „Já.“ „Og þið voruð gefin saman í London þennan dag, sem þér senduð mér bréfið?“ Tía greip til fyrstu meðvituðu ósann- indanna: „Já.“ „í ráðhúsinu, þykist ég vita.“ „Nei, í kirkju. En látið heldur Róbei’t segja yður frá þessu öllu, þegar haW1 kemst til heilsu.“ „Já, ef þér viljið það heldur.“ „Hann verður sennilega reiður við mté fyrir að hafa skrifað yður.“ „Sennilega. Hann er bráðlyndur, sonui’ minn.“ „Mér fannst það vera rangt, að láta yð' ur ekki vita um giftingu okkar; rangt oS tillitslaust.“ „Tillitslaust?“ „Já, ég á við, að það hefði ekki litið vel út — og beinlínis verið tillitslaust, ef éS hefði allt í einu komið hingað og sezt að sem frú í þessu húsi — og það hlyti yðui’ að hafa fundizt." „Sem frú í þessu húsi?“ Tíu skildist, að frú Kelmer ætlaði sér að berjast fyrir rétti sínum og aðstöðu- Hún hélt áfram: „Mig langaði til, að yðui’ félli vel við mig, og að yður fyndist ekk1 sem ég hefði stolið Róbert frá yður.“ „Að mér félli vel við yður?“ endurtók móðir Róberts. „Já, ég vonaðist til, að þér . . .“ „Má ég spyrja, lesið þér mikið af mærð' arfullum skáldsögum?“ „Nei, aldrei,“ svaraði Tía. Þær litu hvor á aðra og þögðu. „En hvað því viðvíkur að stela Róbei’t frá mér,“ mælti frú Kelmer, „þá er eng' inn, sem gæti slíkt. Róbert veit, hvar hanu er staddur.“ „Hann elskar mig.“ „Má vera,“ svaraði frú Kelmer kæi’U' leysislega. „Hann leitast alltaf við að ná 1 það, sem hann kærir sig um.“ „Hann óskaði þess að giftast mér. HanU taldi mig á það.“ „Sagði hann yður nokkuð um sjálfu11 sig?“ „Já, alveg fullnóg,“ svaraði Tía og vaí reiðubúin til frekari átaka. „Ég skal ekki fara að segja yður neitt það um Róbert, sem þér kærið yður ekk1 um að heyra,“ mælti frú Kelmer. „Þa^ er alltaf bezt, að maður komist að slíku hjálparlaust. Þá fær maður líka fulla vitn- 1(34 HEIMILISBLABlP

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.