Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Side 10

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Side 10
næmdist nautpeningurinn samt fyrirvara- laust og tók síðan á rás í stórum sveig, en höfðu þó ekki augun af þessari varnar- lausu renglu sem ég var. Tennurnar nötr- uðu í mér af hræðslu, og hnén skulfu, svo ég gat næstum heyrt það. „Svona — svona — elsku litlu kýr!“ tautaði ég óðamála. „Elsku litlu vænu mjólkurkýr!" Þær hnusuðu og hristu haus- ana, sleiktu á sér granirnar og virtust glor- soltnar. Skyndilega fékk ég hugsun í koll- inn: Rauði kjóllinn minn! Nautpeningur hatar allt sem rautt er; það hef ég alltaf heyrt. „Bíðið andartak, aðeins andartak!" sagði ég bænarrómi, og með skjálfandi hönd- um reif ég af mér kjólinn. Vindsveipur þreif hann út úr höndunum á mér og feykti honum í áttina til kúnna. Það sem nú gerð- ist, minnti helzt á minniháttar jarðhrær- ingar. Skepnurnar veltust hver innan um aðra í megnustu ringulreið. Þegar þær loks höfðu jafnað sig, þustu þær á brott eins hratt og þær gátu, svo að undir tók í jörð- inni, og í áttina að hliðinu, sem ég hafði skilið eftir opið. Rauði kjóllinn minn blakti aftur eftir hryggnum á einni beljunni, fast- ur við horn hennar — en eftir stóð ég, í þunnum bieikum nærkjól i steikjandi sól- skininu. „Afsakið," var sagt fyrir aftan mig, „en því í ósköpunum voruð þér að skilja hliðið eftir opið?“ Ég snarsneri mér við og sá ungan kú- reka á hestbaki, sem leit til mín illilega. Ég býst við, að ég hafi roðnað frá hvirfli til ilja. „Mér fannst það ágætis hugmynd, þeg- ar ég gerði það,“ svaraði ég. „En nú hefði ég ekkert á móti því að mega vakna.“ „Vakna?“ „Já. Mig hefur oft áður dreymt eitthvað þessu líkt áður, skiljið þér. Þekkið þér ekki til slíks? Maður er á gangi eftir aðalgötu í mesta sakleysi og verður þess allt í einu var, að allir hlæja að manni. Maður virðir sjálfan sig fyrir sér og uppgötvar, að mað- ur er næstum því ekki í neinu“ Ég verð að segja, að kúrekinn tók þessu ósköp skikkanlega. Hann brosti og kinkaði kolli. „Ojú, ég kannast við þetta. En það var þetta varðandi hliðið —“ „Ekki vænti ég þér hafið tiltækan slopp?“ spurði ég. „Eða baðkápu? Ein af þessum rækalls kúm yðar stakk af með kjólinn minn, og bara ég hefði nú eitthvað til að fara í. .. . “ „Hérna,“ sagði hann, „takið þessa regn- kápu!“ Hann leysti samanbrotna olíukápu frá hnakknum sínum aftanverðum. „En hvað þetta er falleg kápa“ sagði ég. „En nú verðið þér að hafa mig afsakaða. Við getum spjallað betur saman eitthvert annað sinn.“ „Við getum vel spjallað samán hér og nú þegar. Mér þætti gaman að vita, hvers vegna þér skilduð hliðið eftir opið.“ „Það er ég búin að segja yður!“ svar- aði ég afundin. „Hvað kemur yður það annars við?“ „Það vill svo til, að ég á þetta hlið,“ sagði hann. „Og ég á líka skepnurnar, sem sluppu út um það.“ „Það var mál til komið, að þær slyppu,“ anzaði ég snögg upp á lagið. „I næstu andrá hefðu þær étið mig.“ Hann brosti aðeins og vafði sér sígar- ettu. „O, það efast ég nú um,“ svaraði hann kæruleysislega. „Ég hef aldrei séð þær ráðast á neitt jafn ljósrautt og undir- kjólinn yðar.“ Ég roðnaði og varð æf. — „Kýrnar ætluðu yður alls ekkert illt. Þetta var bara leikur.“ „Ég kæri mig alls ekki um neinn leik,“ andmælti ég. „Engin þeirra hefði snert við yður. — Þær vildu aðeins fá að virða yður smá- vegis fyrir sér.“ — Hann gaut til mín auga og brosti dauft. Mér var óðara ljóst, að ég þoldi alls ekki þennan mann. „Haldið þér ekki, að þér gætuð útvegað mér aftur kjólinn minn, sem kýrin yðar hljóp burtu með?“ sagði ég. „Það hugsa ég bara,“ sagði hann. „Hann fer kúnni heldur ekki tiltakanlega vel.“ Svo hélt hann af stað í áttina að kúa- hópnum, sem hann varð að elta uppi. Strax þegar ég var orðin ein, fór ég að kjökra. Hræðslan sem hafði gripið mig á 230 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.