Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 26
„Jú, Dan. Ég hef þegar fyrirgefið þér,“ svaraði hún róleg. „En — en það er líka allt og sumt sem ég get sagt að svo stöddu.“ Hann greip um hendur hennar og reyndi að fá hana nær sér. „Þú fyrirgefur mér, Margie? Það er ein- mitt það, sem skiptir öllu máli — þú elsk- aðir mig, Margie, áður en-------? Var það ekki?“ „Mjög mikið, Dan.“ Varir hennar skulfu, svo að hún varð að herpa munninn saman til þess hann sæi það ekki. „Já, en þá —“ hóf hann máls og reyndi að þrýsta henni að sér, en hún losaði hend- ur sínar og vék frá honum. Eftir langa og lamandi þögn, spurði hann: „Þú — þú elskar mig sem sagt ekki lengur?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hún. „Ég veit það ekki, Dan. Á þessari stundu er líkast því sem ég hafi engar tilfinningar meir. Ég hef þráð það, að þú kæmir og segðir einmitt þetta sem þú hefur nú sagt; en þegar þú ert loks kominn, þá —“ Rödd hennar var nánast hljómlaus. „Það er eins og ég sé dauð og finni ekki lengur til neins.“ Hann gekk til hennar og reyndi að leggja höndina yfir hönd hennar. „Jafnvel þótt þú segðir, að þú vildir ekki sjá mig framar, myndi ég ekki ásaka þig fyrir það, ástin mín,“ sagði hann svo auðmjúk- ur, að það gekk henni hjarta nær. „Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfum mér og býst heldur ekki við því, að þú gerir það. Ég þrái aðeins, að þú hugsir ekki til mín með of mikilli beiskju — og að þú viljir leyfa mér að sjá þig aftur. Viltu það, Margie? Viltu leyfa mér að hitta þig aft- ur — jafnvel oft?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hún. „Ég verð að hugsa mig um, Dan.“ „Þú mátt ekki afmá mig úr lífi þínu,“ sagði hann bænarrómi. „Ef þú aðeins viss- ir, hvað ég hef orðið að reyna síðustu vik- urnar — hvað ég hef þráð þig, — þá mynd- irðu ef til vill skilja það, hvað ég 'sé eftir þessu öllu. Þú verður að leyfa mér að hitta þig og vera vinur þinn, jafnvel þótt þú get- ir ekki lofað mér meiru á stundinni.“ „Gott og vel, Dan.“ Hún dró andann djúpt. „En nú verðurðu að fara. Ég vil helzt ekki tala meira um þetta.“ „Þú hefur í hyggju að vera nokkuð ströng gagnvart mér, er það ekki?“ spurði hann. „Nei, Dan.“ Hún hækkaði róminn. „Þú mátt ekki halda, að ég ætli að reyna að hefna mín með því að særa þig. Það er alls ekki það — ég þoli bara ekki að tala meira um þetta að sinni. Þú verður að trúa mér. Dan.“ „Jæja. Ég skal þá fara.“ Hann hikaði enn um stund, en sagði svo: „Manstu, að við vorum búin að ákveða að fara saman á dansleikinn, Margie?" Það var ákafi í rödd hans. „Þarf sú ákvörðun nokkuð að breytast? Getum við ekki orðið samferða? Það er á laugardag- inn kemur, er það ekki?“ „Ef ég fer þangað á annað borð, þá fer ég með pabba,“ svaraði hún. „Og nú máttu ekki spyrja mig um fleira, Dan.“ „En ég fer allavega þangað,“ sagði hann ákveðinn. „Ég fæ þá kannski tækifæri til að sjá þig þar.“ Þegar hann var farinn, lét hún fallast í djúpa hægindastólinn fyrir framan arin- inn. Hún var dauðþreytt og með öllu ófær um að hugsa eða finna til á þann hátt sem henni var eiginlegt. Eftir litla stund kom dr. Norman inn. Án þess að segja orð gekk hann að stól- kollinum til hliðar við hana og settist. Síð- an dró hann pípuna upp úr vasanum, sló henni við aringrindina og sagði loks: „Jæja, svo að Dan er farinn aftur.“ „Já, pabbi, hann er farinn. En hann kemur máski og heimsækir mig endrum og sinnum.“ „Eruð þið búin að endurnýja trúlofun- ina?“ Hún þvingaði sig til að brosa. — „Nei, pabbi minn.“ Hann stundi. En í rauninni var engu líkara en honum létti. 246 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.