Heimilisblaðið - 01.12.1965, Page 33
hennar fram í fyrir henni án allrar tillits-
semi. „Hvað hefurðu grætt á þessum upp-
steyt, sem þú gerðir? Ekkert annað en
það, að þú hefur gert sjálfa þig að athlægi
— og komið vini þínum Alek til að trú-
lofast Margie.“
,,En hann er alls ekkert trúlofaður
henni. Það getur hann bara ekki verið,“
mótmælti hún aumlega. „Hann fer aldrei
að giftast kvenmanni eins og henni.“
„Þú gerðir vel, ef þú héldir þér saman,“
svaraði hann gramur. „Það er ekkert sem
ég sjálfur vildi gera eins og það að giftast
Margie.“ Hann gnísti tönnum. „Ég — ég
gæti kálað þér fyrir það, sem þú hefur
gert í kvöld!“
XVII.
ELSKARÐU HANN?
Það var liðið nær morgni áður en Alek
fylgdi Margie heim. Hann hafði brosað
til hennar og sagt: „Við erum ekkert að
flýta okkur heim. Við verðum kyrr og
þraukum. Finnst yður það svo fráleitt?"
„Já, á vissan hátt.“ En sjálfri var henni
ljóst, að henni fannst það alls ekki frá-
leitt.
„Það er kannski nokkuð erfitt," viður-
kenndi hann. „En ættum við ekki að reyna
að gleyma þessari leiðinlegu trúlofun okk-
ar og láta sem við séum hér til þess eins
að skammta okkur? Brostu, Margie! Ég
vil bara láta þig vita, að þú ert fallegasta
stúlkan í salnum —“ Hann var allt í einu
farinn að þúa hana. „Og ég vil mega segja
þér, að ég hef mikið hugsað um þig þenna
tíma, sem ég hef verið í burtu frá þér.
Ég man nóttina, sem við keyrðum heim
undir dögun, og þú leyfðir mér að kyssa
Þig.“
„Hættu, Alek!“ sagði hún biðjandi.
„Er nokkuð athugavert við einn koss?“
Hann hló við blíðlega. „Ég fer að halda,
að þú sért dálítið siðavönd.“
„Og þér finnst það athugavert, að ung-
ar stúlkur séu siðavandar?"
„Auðvitað finnst mér það. Það finnst
öllum karlmönnum. Siðavandar stúlkur
eru komnar úr tízku, rétt eins og bak-
púðar og hnjáskjól. Ég kýs konur, sem
veita koss án bakpoka og af frjálsum vilja,
og halda ekki að þær hafi keypt sál manns-
ins, þótt þær leyfi honum að kyssa sig. Ég
kýs konur, sem geta elskað án þess að
gráta-eða hallast að rómantík, sem er
löngu dauð. Ertu mjög hneyksluð á mér?“
spurði hann.
Hún svaraði, en nokkuð stirðlega: „Ég
reyna að minnsta kosti að vera það ekki.
En það eru sem sagt þannig konur, sem
þér geðjast að?“
furðulega. Jæja, svo það voru þannig kon-
ur, sem hann kaus, hugsaði hún með sér;
konur, sem eru mjög frjálsar í ástum
og án skilyrða. Skyldi honum þá ekki finn-
ast hún vera nokkuð tepruleg? Og var þá
það, sem hún dáði, aðeins gamaldags og
heimskulegt? Ef svo var, hvernig átti hún
þá að fara að því að skipta um skoðun —
og tilfinningu? Hún fullvissaði sjálfa sig
um, að hún vildi um hvorugt skipta. Samt
sem áður var hún skyndilega gripin ótta,
er hún leit í dulan svip hans í rökkri dans-
salarins.
Eftir dansleikinn keyrði Alek Margie
heim. Hún var hálf-ringluð og ekki fær um
að hugsa skýrt. Hún vissi það eitt, að hún
sat við hlið hans í myrkrinu, fann öxl hans
uppi við öxl sína í hvert sinn sem vagninn
tók beygju. Hvorugt þeirra sagði orð.
Vagninn nam staðar fyrir utan heimili
hennar. Það var aðeins Ijós í herbergi Nor-
mans læknis. Alek sneri sér að henni og
lagði handlegginn teprulaust yfir herðar
henni. „Hvað gerir maður núna?“ sagði
hann og brosti dauft. „Ég hélt ég vissi,
hvernig maður ætti að haga sér í flestum
þeim kringumstæðum, sem lífið færir
manni, en ég verð að viðurkenna, að í
þetta skipti bregst mér bogalistin. Hvað
heldur þú sjálf — kyssir maður stúlku eða
kyssir maður hana ekki undir kringum-
stæðum sem þessum?“
„Maður kyssir hana ekki“.
Fmmhald
HEIMILISBLAÐIÐ
253