Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1968, Side 22

Heimilisblaðið - 01.07.1968, Side 22
Andrew hafði frá fyrstu tíð verið eftirlæti lögfræðingsins. Þegar nú Ninian reis skyndi- lega upp frá dauðum, kom það Andrew í verulega slæma ldípu. Þeir voru tvíburabræð- ur, og Andrew — sem var hálftíma yngri en Ninian — hafði að sjálfsögðu verið talinn erfingi hans. I nærfellt tvö ár hafði Andrew nú verið Guise barón — sá fjórtándi í röðinni — eftir að afi þeirra var látinn. Andrew hafði tekið við óðali ættarinnar og selt það að nokkrum hluta til þess að borga erfðafé til annarra ættingja, og auk þess —- ef trúa mátti lög- fræðingnum — til þess að geta lifað lífinu á þann hátt sem hann hafði vanið sig á. Sömuleiðis fékk Ninian að vita, að eklri hafði liðið á löngu áður en Andrew hafði trúlof- azt Cathrine Laidlaw, sem áður liafði verið heitbundin Ninian þegar hann fór í Norður- íshafsförina. Þau voru nú búin að vera gift í meira en ár, og Catherine var frú á Guise- óðali — því heimili sem læknir Ninians hafði í góðri trú ráðlagt honum að hverfa til! Ninian var enn klæddur einkennisbúningi sínum þegar hann gekk að næturlestinni til Skotlands. Ilann hafði haft langa viðdvöl í ráðuneytinu og orðið að hitta fjölda yfir- mauna sinna að máli, þannig að honum hafði ekki gefizt tíma til að hafa fataskipti. Iíann hafði önnur föt meðferðis í töskunni, og þeg- ar hann gekk framhjá svefnvagninum óskaði hann þess, að hann hefði fengið svefnpláss. Einkennisbúningurinn hans vakti athygli, og svo margar myndir höfðu verið af honum í dagblöðunum að undanförnu, að hann gat litlar vonir gert sér um að ferðast með öllu óþekktur. En hann var öldungis fjarri því að hafa jafnað sig til fulls og fann enn til mikillar þreytu. Samt sem áður —- þrátt fyrir þreytutil- finningu og óþægindi við tilhugsunina um að vera á leiðinni heim — fann hann fyrir sterkri þrá til hinna skozku fjalla, sem hann átti fyrir höndum að sjá næsta morgun. Og á sama hátt þráði hann að endursjá Guise, þennan rólega hjartfólgna stað, þar sem hann hafði átt svo bjarta daga í æsku — og átti enn eftir að njóta hamingju, það var hann viss um; aðeins þegar fyrstu erfiðleikarnir væru yfirstignir. Hann gat. ekki fengið sig til að bíða eftir síðustu lest, enda þótt þreytan væri sár. Ilann spurði stöðvarvörð, hvort nokkur mögu- leiki væri á því að fá svefnvagn. En svefn- vagnsvörðurinn hristi höfuðið „Mér þykir það leitt, herra, en það er allt upppantað í kvöld. Iíins vegar skal ég láta yður vita, ef eitthvað losnar. Ilvaða nafn á ég að skrifa, herra minn?“ „Moray.“ Hann stafaði nafnið og hugs- aði til þess með kaldhæðnisbrosi, að innan skamms yrði hann að venja sig við nýjan titil. Maðurinn skrifaði nafnið í bók. Svo leit hann upp og starði á Ninian með aukn- um áhuga. Þá þekkti hann hann og sagði alúðlega um leið og hann lokaði bókinni: „Eg skal gera allt hvað ég get fyrir yður, höf- uðsmaður. Það er yfirleitt venjan, að eitt eða tvö pláss losni vegna þeirra, sem ekki koma.“ „Þakka yður fyrir,‘ ‘ Iíann gekk eftir endi- langri lestinni, fann sér sæti úti í horni, lagði frá sér töskuna á nethilluna og settist með kvöldblaðið. En hann gat ekki einbeitt sér að lestri; bókstafirnir runnu í eina bendu, og þótt honum væri það þvert um geð tók hann til að hugsa um Catherine. I hans aug- um hafði hún alltaf verið óaðskiljanlegur hluti af Guise, og hann hafði iðulega dreymt um hana á meðan hann var burtu. Nú víU' hún hins vegar orðin eiginkona bróður hans. Bezt væri að hugsa alls ekki um hana yfirleitt- Ekki leið á löngu áður en burðarmaður kom inn í klefann með mikinn farangur. Nin- ian fagnaði aðeins tilbreytninni. Hann sa, að öll hin sætin voru enn laus. Burðarmað- urinn spurði um öxl sér: „Allt í lagi hér, ungfrú ? I liorninu andspænis áttinni sem ekið er í f ‘ Kvenrödd svaraði frammi á gang- inum: „Já, þakk fyrir — það er ljómandi.‘ Þetta var kliðmjúk rödd, og ekki var hægt að komast hjá því að heyra bregða fyrir áströlskum raddhreim, þannig að Ninian leit ósjálfrátt upp úr dagblaðinu. Köddin hafð1 vakið forvitni hans, og sömuleiðis allur sa farangur sem inn var borinn í klefann. HanU stóð á fætur og færði töskuna sína eilítið til Um leið kom liann auga á grannvaxna stiílk11 frammi í ganginum, rúmlega tvítuga. Hún gekk inn í því sem hann settist aftur, og brosti til hans hlýtt og innilega. „Sælir,“ sagði hún og rétt.i honum hönd- ina. Ninian starði á hana. Þetta var einkar geðþekk stúlka, en svo framast sem hann mundi þá hafði hann aldrei séð hana fyrr- 154 H E IM IL I S B L A Ð 1p

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.