Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Síða 26

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Síða 26
Skógarhöggsmoðurinn, sem varð forseti EFTIR N. MADSEN-VORGOD Abraham gafst oft kostur á sem mála- færslumanni að taka að sér málstað negr- anna. Á ferðum sínum hafði hann fengið ríka samúð með svertingjunum. Eitt sinn kom til hans á skrifstofuna svertingjakona. Hún og börn hennar höfðu verið þrælar, en eigandi þeirra hafði gefið þeim frelsi eftir að hann flutti til Illinois. Sonur hennar, sem hélt nú að hann væri frjáls maður, hafði skömmu síðar ferðast með gufuskipi til New Orleans, „þræla- borgarinnar" miklu. Þegar hann kom þangað tók lögreglan hann og — seldi hann. Abraham Lincoln vorkenndi konunni og varð gramur. „Það eru skammarleg lög, sem leyfa slíkt,“ hrópaði hann. „Þú skalt fá son þinn aftur. Treystu m.ér,“ sagði hann við negrakonuna. En gegn áformum hans stóðu bæði lög- in og yfirvöldin. Þá lyfti Abraham upp hægri hendi sinni og hrópaði: „Með hjálp Guðs almáttugs skal mér takast að fá negrann fluttan heim. Ann- ars mun ég æsa upp alla íbúa Illinois, þangað til ég hef fengið afnumin þessi ranglátu lög.“ En vegna þess að ekki var nein önnur lögleg leið, sendi Abe manni nokkrum í New Orleanss skilaboð og bað hann að kaupa negranum frelsi. Á þenna hátt fékk móðirin son sinn aftur. Einu sinni henti það Lincoln, að verja rangan málstað. Maðurinn, sem leitað hafði hjálpar hans var ósannsögull svik- ari. Fyrst í stað treysti Abe honum. En 98 málfærslumaður hins aðilans sýndi skýrt og skorinort fram á, að í þessu máli hefðu Abe og skjólstæðingur hans á röngu að standa. En Abe var horfinn, þegar hann átti að fara að verja málið fyrir dóm- stólnum. Dómarinn gerði boð eftir hon- um á gistihússið, þar sem hann bjó. „Segið dómaranum," svaraði Abe, „að ég hafi óhreinkað hendur mínar og ég sé nú að þvo þær hreinar." Við munum eftir Jack Armstrong og vináttu þeirri sem þeir bundust, Abe og hann. Hin góða kona Jacks hafði oft stag- að í sokka Abes og bætt skyrtur hans. Á meðan vaggaði hann barni hennar. Mörg ár voru liðin. Jack var látinn. Barnið, William, sem hann hafði vaggað litlu, var nú orðin stórt og sterklegt ungmenni, sem eyddi, því miður, tíma sínum og kröftum í ofsa og ósiðlæti. Þegar hann var tuttugu og tveggja ára var hann ákærður fyrir morð. Nokkrir ungir menn höfðu setið að sumli og spilað á spil. Þegar á nótt- ina leið lentu þeir í áflogum og maður var drepinn. Hann hét Metzgar. William Armstrong var hnepptur í fang- elsi og ákærður fyrir morðið. Hann sagð- ist ekki hafa verið í þessum félagsskap um nóttina og sór, að hann væri saklaus. En hann gat þó ekki sannað hvar hann hefði verið þessa nótt. Útlitið var dökkt fyrir William. Helzt leit út fyrir að hann yrði dæmdur til að hengjast. Móðir hans var örvingluð. En þá datt henni í hug að hinn „góði og hjálpsami Abe“ mundi geta og vilja hjálpa henni- Hún ritaði honum bréf og tjáði honuru sorg sína og kvíða og bað hann að bjarga HEIMILISBLAÐIÚ A

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.