Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Page 36

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Page 36
„Sjáðu, ég hef fundið lítið fræ, sem ég ætla að setja í jurtapott og sjá hvað kemur upp af því!“ segir Palli. Kalli finnur jurtapott og þeir setja fræið í mold og vökva síðan vel. Um kvöldið fara þeir í rúmið og sofa vært um nóttina. Um morguninn, þegar þeir fara að huga að fræinu er það orðið að stóru pálma- tré, sem hefur vaxið upp úr þakinu á húsinu. Bezt er að fara með gát að því að sá fræi í jurtapotta nema að vita, hvað upp af því sprettur. ,,Það er vist langt síðan þið hafið fengið ærlegt bað!“ segir úlfurinn hlæjandi. Hann tók Kalla og Palla í hrammana og gekk með þá niöur að sjónum og henti þeim á hausinn í sjóinn. Aumingja bangs- arnir. Þeir sökkva með það sama til botns. En á botn- inum finna þeir gamla kistu, sem þeir taka með sér upp. Og meðan dýrin, sem eru komin niður á strönd' ina til að hjálpa þeim, standa og horfa á, opna þei' kistuna, og sjá ... hún er full af peningum! Kal" og Palli eru allt í einu orðnir ríkir. Og úlfurinn sitúr á bak við runna sárgramur.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.