Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 30

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 30
30 Lovísa bjó í. Ljósgeislarnir úr gluggunum féllu á götuna við fætur hennar, og hún heyrði háreysti og hlátra innan úr húsinu. Jólin voru komin þangað með glaðværð sína. Henni fanst alt í einu að hún væri ein- stæðingur, sem ætti engin jól. Fjarri vin- um og heimili og öllu því er hún unni, alein úti i myrkrinu á sjálfa jólanóttina! Hún nam skyndilega staðar og mændi tár- votum augum á Ijósprýdda gluggana. Enn þá var tími til að snúa við, ennþá gat hún valið sér glaðværðina og birtuna þarna inni! Kyrkjuklukkunum var samhringt í sama bili. Hljómur þeirra snerti svo mjög tilfinningar hennar, og hrifu hug hennar með sér langt burt — frá öllum ljósunum og gleðilátunum, sem nú voru byrjuð með jólunum. Húsið hennar Önnu stóð nálægt sjávar- ströndinni. Söngur hafsins var henni kunn- ur orðinn. Hvort heldur það var lágróma, dimmur kliður, sem barst að eyrum henn- ar, eða það voru hávær ljóð, þrungin af heipt og olsa óveðursins. A þessum stað var Anna borin og barn- fædd. Hér höfðu fegurstu draumar henn- ar rætst, en hér höfðu og ljúfustu vonirnar dáið. Og nú sat hún við sjúkrabeð einka- barnsins síns. Hún var einmana ekkja, sem varð þess ekkert vör, að jólin væru að leita uppi

x

Jólabók Bjarma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.