Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 33

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 33
svo létt og liðugt eftir hinum fegursta hljóðfæraslætti. Hún horfði á blossandi eldinn á arninum, sem brá rauðum bjarma um þilin á herberginu, og í vakandi draumi flaug hugur hennar á stað, burt úr sjúkra- klefanum, inn í hringiðu gleðinnar. Var það jólagleðin, sem hún sóktist eítir, hin sanna jólagleði? Þessari spurningu brá í hug hennar eins og leiftri. Var það saklaus gleði? Var það varanleg gleði? Var það efnismikil gleði? Eða var það gleði, sem hvarf um leið og jólakertin voru brunnin? Gleði sem bjó 1 háreysti og glaumi, en flýði á brott, er glaumurinn þagnaði? Rauðleitir bjarmarnir brugðu sér á kreik, og Þóra fylgdi leik þeirra með augunum. Nú vörpuðu þeir birtu sinni að höfðalagi litla sjúklingsins. Barnið hreyfði sig, og Þóra læddist að rúminu. Barnið lauk upp augunum og leit á hana með undrandi augnaráði, og kendi ótta 1 augum þess. Þóra settist á rúmstokkinn og klappaði þýðlega á litlu hendina, henni vöknaði um augun, ógn var litli auming- inn torkennilegurl Barnið greip hendi sinni um hönd Þóru, lagði augun aftur og sofnaði rótt. Hún sat þar grafkyr og hélt utan um barnshendina, hlýja og mjúka. Henni hlýn- aði um hjartað. Lttið barn, veikt og van- máttugt! Og á svipstundu kom annað

x

Jólabók Bjarma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.