Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 34

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 34
34 barn í hug hennar. Oft hafði hún hlýtt á frásögur um þ a ð barn, frá sér numin af gleði og lotningu. Allar þær sögur ruddu sér nú til rúms í hjarta hennar. Henni urðu þær svo ljósar. Hún sá greinilega alt, er þær höfðu að geyma. Hún sá barn- ið í jötunni 1 Betlehem, svo undurlítið og veikburða, en þó æðri allri hátign. Hug- ur hennar fyltist ósegjanlegri lotning; hann laut í anda hinum nýborna konungi kon- unganna; hann kraup við jötuna og fyltist friði og fögnuði jólanna. Hún fann að jólin voru komin. Þau voru komin inn í litlu, lágu stofuna. Næturþögnin sjálf varð að heilögum hljómi, gleðiþrungnu jólaljóði, dýrðarsöngur um höfund jólanna. Það voru friðarómar, fullir af fögnuði eilífs lífs. Hún fann það, að hún stóð augliti til auglitis, við jólabarnið Jesúm Krist, Hann rétti að honum titrandi hendur í lofgjörð og bæn. Hún fann, að það var hann, sem einn gat gefið gleðileg jól, og sem hafði nú sent geisla af jóladýrðinni sinni inn í hug hennar og hjarta, inn f fátæklega hreysið, að sjúkrabeði barnsins, til örþreyttu móðurinnar. Það var hljótt í hjarta hennar, sem var fult af himneskri gleði og sælu; hún vissi nú að sönn jólagleði býr hvergi annarsstað- ar en þar, sem Jesú er viðtaka veitt. Þeirri jólanótt gleymdi hún aldrei, né hinu, hve Anna var glöð og þakklát fyrir Iangan

x

Jólabók Bjarma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.