Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 77

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 77
77 sigldi inn á höfnina, og um ieið og þaO kastaði akkerunum, vildi slysið til. Drengurinn var að taka saman eitt seglið, en datt alt í einu niður d þilfarið. I’etta er ekki óalgengt á sjónum. Það var lífsmark með honum, þegar hann var fluttur 1 land og eins meðan læknirinn var að skoða hann og hann var lagður inn í rúmið, en það var heldur ekki meira, Alt í einu sagði læknirinn eins og við sjálfan sig; „I stuttu máli, drengur minn. Þetta er stðasta ferðin þín og hún er bráð- um á enda". Drengurinn sem hingað til hafði legið eins og meðvitundarlaus, með aftur augun, opnaði þau nú snögglega og spurði: - „Er þetta síðasta ferðin mínr“ „Já, — já, það er útlit fyrir það“. Læknirinn tók aftur á slagæðinni og taldi slögin. „Haldið þér eg deyi? Eg vil vita sann- leikann". „Það er ekki mikil von“. „Ekki mikil von“, tók drengurinn eftir. „Segið mér bara sannleikann. Eg er ekki hræddur11. „Það er engin von“. „Tekur það fljótt af?“ >Já“. ■k „Haldið þér það verði í dag?“ „Já“. Hann lokaði attgunum og lá kyr um stund. Læknirinn spurði hann, hvort hann vildi ckki tala við neinn, til dæmis prestinn.

x

Jólabók Bjarma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.