Iðunn - 01.01.1884, Page 8

Iðunn - 01.01.1884, Page 8
2 Björnstjerne Björnson! annara um en annað fólk að lesa í ritningunni. |>au hjónin áttu sjálf jörðina, og hét bóndinn Gutt- ormr, en konan Katrín. Dreng eignuðust þau, er þau mistu, og komu þau aldrei austr fyrir kyrkju- gafl í þrju ár á eftir. Að þeim tímaliðnum eignuðust þau dóttr og nefndu hana eftir sveininum; hann hafði heitið Sigurðr, og hún var skírð Sigrún, því að þeim hugkvæmdist ekki annað líkara. þegar fram liðu stundir, var það flestramanna mál, að í því bygðar- lagi hefði ckki í manna minnum svo fögr mær upp vaxið sem Sigrún á Sunnuhvoli. Hún var ekki gömul, þegar foreldrar hennar fóru að taka hana með sér til kyrkju hvern sunnudag, er messað var, og hafði hún þó 1 fyrstu ekki betr vit á en svo, að hún hugsaði, að prestrinn væri að skamma út Bent «slafa», sem hún sá sitja beint fram undan prédikun- arstólnum. Samt vildi faðir hennarhafa hana með— «til að venja hana við», sagði hann ; móðir hennar vildi það líka, «því enginn gæti vitað, hvernig henn- ar kynni að verða gætt heima á meðan». Ef óþrif komu 1 lamb eða kiðling eða grís þar á bænum, eða kýr hafnaðist illa, þá var það ávalt gefið Sigrúuu, og þóttist móðir hennar hafa tekið eftir því, að upp frá þeirri stund batnaði skepnunni; faðir hcnnar var nú reyndar ekki fulltrúa á, að það kæmi af því, en glaðværð, telja spil og dans syndsamlegt athæíi, en lesa mjög i ritningunui og eru því nú oft nefndir lesarar. Lesarar eru þunglyndir oftast og ávalt alvörumildir, en oft nokkuð dóm- harðir um aðra og tortrygnir við þá ; yiir höfuð eru þeir mjög vandað fólk ; en hitt er auðvitað, að það ber við, að óvandaðir mcnn taka á sig lesara-gervi til að dylja ódreng- skap sinn eða fyrir hagsmuna sakir.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.