Iðunn - 01.01.1884, Page 10
4 Björnstjerne Björnson:
stráknum. «|>að verðr að uppræta það», sagðihann
við móðr hans; og þegar er þorbjörn var þrévetr,
settist faðir hans oft niðr með vönd í hendinni og
knúði svo drenginn til að bera á sinn stað aftr hverja
spýtu, sem hann hafði dregið aflaga, taka upp boll-
ann, sem hann hafði fleygt f gólfið og klappa kettin-
um, sem hann hafði klipið. En þegar þetta kom
að Sæmundi, fór húsfreyja venjulega fram.
það þótti Sæmundi kynlegt, að því cldri scm
drengrinn varð, því fleira var það í fari hans, er
leiðrétta þurfti, og það þótt Sæmundr gjörðist hon-
um æ strangari. Hann hélt honum snemma til bók-
arinnar, og hafði hann með sér þegar hann var við
útivinnu, svo hann gæti haft auga á honum. Hús-
freyja hafði stórt heimili að annast og fullt hús
barna; hún gat ekki meira að gjört en klappa þor-
birni og áminna hann á hverjum morgni, þegar hún
klæddi hann, og tala hljótt við föðr hans, þegar
þau voru öll saman á helgidögum. En þegar þor-
björn var bariun fyrir það, að a og b var ab, en ekki
ba, eða fyrir það, að hann mátti ekki gefa Ingiríði
litlu systur sinni ráðningu, eins og faðir hans gaf hon-
um, þá hugsaði hann með sjálfuni sér: «J>að er þó
merkilegt, að ég skuli eiga svona slæmt, og að öll
litlu systkinin mín skuli eiga svo gott».
þorbjörn var oftast með föður sínum, en við
hann þorði hann fátt að tala, og varð hann því fá-
máll, en hugsaði því fleira. Einu sinni er þeir voru að
rifja vott hey.skrapp þóupp úr honum að segja: «Af
hverju er allt heyið orðið þurt og komið í hús þarna
yfir á Sunnuhvoli, og hér er það vott enn?» — «Af
því að þeir hafa oftar sól þar en við hér». — Hann
hafði oft haft ánægju af að horfa á sólskinið þar fyrir