Iðunn - 01.01.1884, Page 16

Iðunn - 01.01.1884, Page 16
10 Björristjerne Björnson: jporbjörn þóttist sjii, að hún œtlaði að segja meira. »Eg leyfði Asláki að bregða sér að heiman«, sagði hún. — nFrestr er á illu beztr« hugsaði |>orbjörn — hann tók aðleika sér við Ingiríði, og lét sem ekkert væri. Svona lengi hafði faðir hans aldrei verið að éta, og loks tók jporbjörn að telja hvern bita; en þegar hann var kominn að þeim fjórða, datt honum í hug að reyna, hvað hátt hann gæti talið milli fjórða og fimta bita, og á því fipaðist hann í bitatöl- unni. Loksins stóð faðir hans upp og gékk fram. Hann féklc eins og rúðubrotshljóm fyrir eyrun, og liann fór að gæta að, hvort rúðurnar í stofunni væru heilar. Jú, þær voru aliar heilar. En nú fór móðir hans fram líka. jporbjörn tók Ingiríði litlu í fang sór og sagði svo blíðlega, að hún starði á hann og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið : »Eigum við ekki að leika gulldrottning á engi?« Jú, það vildi hún fegin. Og svo söng hann, titrándi á beinum : Engja-blómi, bala sómi, heyrðu, heillin mín ! Villu’ eklci kærastinn verða minn ? Svo vænan gef ég þér kyrtilinn með perluskrúð skært og gullið glært. Korriró og dillidó — Sólin gyllir grund og mó. Svo svaraði hún : Gulldrotning, perludrotning, heyrðu, lieillin mín ! Ég vil ekki kærastinn verða þinn, ég vil elcki þiggja’ af þéV kyrtilinn með perluskrúð skært

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.