Iðunn - 01.01.1884, Page 18

Iðunn - 01.01.1884, Page 18
12 Björnstjerne Björnson: Sæmmulr gókk um gólf fram og aftr, og það göngu- lag þekti þorbjörn helzt til vel. Sæmundr var maðr í lægra lagi, en þrekvaxinn, loðbrýnn, og af því augnaráði, sem nú kom undan þeim loðnu brún- um, þóttist Aslákr kenna, hvert veðr bjó í lofti. As- lákr sat á botninum á stórri tunnu og dinglaði fót- unum. Hann var með hendrnar í vösunum, eins og hann var vanr, oghúfuna aftráhnakka, svo að hárið, sem var þykt og svart, hékk í togum frarn undan skygninu. Munnrinn var í verunni dálítið skeifr, en nú í skakkasta lagi; hann hallaði nú ögn undir flatt og gaut hornauga til Sæmundar með hálfopn- um augum. «Já, strákrinn þinn er nú fullbaldinn, en verra er hitt, að tröllin hafa ært hestinn þinn». Sæmundr nam staðar ; «þú ert óþokki!» sagði hann, svo drundi við í stofunni, og Aslákr lygndi augunum enn meira aftr. Sæmundr gékk um gólf á ný; As- lákr sat kyrr stundarkorn. «Já, víst hafa tröllin ært hann; þ'að er greinilegt!» sagði Aslákr og gaut aug- unum eftir Sæmundi, til að sjá, hvernig þ e 11 a verk- aði á hann. «Onei, en hann er skógfælinn», sagði Sæmundr og gékk enn um gólf; «þú hefir felt á hann tré í skóginum, ódráttrinn þinn, og því ræðr enginn við hann framar 1 skógi». Aslákr hlýddi á þetta um stund. «Jæja, trú þú því, sem þér bézt líkar. Trúin lætr éngum til skammar vérða. Bn ég efa samt að hún gjöri hestinn þinn saman aftr», bætti hann við, og ók sér um leið lengra upp á tunnuna og bar handlegginn fyrir höfuðið. það stóð líka heirna, að Sæmundr snaraðist að honum og sagði lágt að vísu, en býsna reiðulega : «þú ert óræstis- ------» — «Sæmundr !» sagði Ingibjörg kona hans rétt í því; hún sat við arninn, en þaggaði nú niðr í

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.