Iðunn - 01.01.1884, Side 20

Iðunn - 01.01.1884, Side 20
14 Björnstjerne Björnson: óp og kveinstafir í öllu húsinu. En Sæmundr út ií eftir honum, og var hann þá svo óðr, að hann gleymdi að ljúka upp liurðiuni, en sló rótt út það, sem eftir var af henni, og fór út um gatið. Tók hann nú til As- láks og hóf hann upp annað sinn, bar hann fram af svalgólfinu1 og út á hlaðið, hóf hann þar hátt á loft og kastaði honum svo niðr af alefii. En sem hann varð þess var, að þar var of þykk fönn, til þess að Aslákr gæti kent til að marki, setti hann kné fyrir brjóst honum og grúfði sig fast að andliti hans, hóf hann enn upp ið þriðja sinn, bar hann þangað, sem auðari var jörð, eins og úlfr, sem dregr sára-flak- andi liund, fleygði honum aftr óþyrmilegar en fyr, lét svo knó fylgja kviði — og er bágt að vita, hver þar hefðu loikslok orðið, hefði ekki Ingibjörg komið þjót- andi með ungabarnið í fanginu. «Gáðu að Guði, og vinndu þér ekki til voða, maðr!» æpti hún. Stundu síðar sat Ingibjörg aftr í stofunni, þor- björn var að klæða sig, en Sæmundr gékk um gólf, og saup endr og sinnum á vatni; en höndin skalf svo á honum, að vatnið skvettist úr bollanum og slettist út um gólfið: Ekki kom Aslákr inn, og eftir litla stund bjóst lngibjörg út að ganga. «Vertu inni», sagði Sæmundr, og þó ekki eins og hann snóri orðum til hennar, en hún settist aftr. Skömmu síðar gékk hann þó út sjálfr. Hann kom ekki inn aftr. þorbjörn tók kverið sitt, þuldi án afláts og leit ekki upp úr, en festi þó ekki svo mikið sem eina setningu í huga af því, sem hann fór með. Síðar, er á leið morguninn, var alt í sínum gömlu I) Svo nefnist trépallr fyrir framan húsdyrnar á bæjum i Noregi. fýð.

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.