Iðunn - 01.01.1884, Page 35

Iðunn - 01.01.1884, Page 35
Sigrún á Sunnuhvoli. 29 að biðja Ingiríði að ganga á milli. Sigrún fór aftr inn til prestsfólksins þegar búið var að spyrja börn- in; hann beið þangað til allir aðrir vóru farnir; en loksins varð hann að fara líka. Ingiríðr hafði farið öieð þeim allra-fyrstu. Næsta spurninga-dag var Sigrún komin á undan öllum hinum börnunum, og var á gangi úti í garði öieð einni af prestsdætrunum og unglings-karlmanni. brcstsdóttirin var að taka blómstr upp úr garðinum, Sem hún gaf Sigrúnu; ungi maðrinn var að hjálpa þeim til, og þorbjörn stóð hjá hinum börnunum fyrir utan garöinn og horfði á. þau töluðu svo hátt, að börnin öll heyrðu, og vóru þau að segja henni, hvernig ætti að fara að planta blómin, og lofaði Sigrún að gjöra það sjálf, svo að það yrði alveg rétt gjört, eftir því sem þau liöfðu sagt henni fyrir. «En þú getr ekki gjört það eiu,» sagði ókunni maðrinn, og hugsaði þorbjörn eftir því. þegar Sigrún kom til hinna barnanna, gáfu þau henni meiri gaum en vant var; en Sigrún gékk að Jngiríði, heilsaði henni blíðlega ogbað hana að ganga öieð sér ofan á völlinn. jpar settust þær niðr; því að það var langt síðan að þær höfðu talað saman í næði. þorbjörn stóð eftir hjá hinum börnunum, og Varð honum starsýnt á in fögru, útlendu blóm Sig- rúnar. þennan dag fór Sigrún jafnsnemma og hin börn- hi. «Á ég ekki að bera blómin þau arna fyrir þig ?» sagði þorbjörn. «það getrðu gjört,» svaraði hún hlíðlega, en leit þó ekki upp á hann; svo tók hún í hönd Ingiríði og leiddust þær á undan. Niðr af Sunnuhvoli staðnæmdist hún og kvaddi Ingiríði. »lóg 8kal nú sjálf bera þau þennan spöl, sem eftir er,»

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.